is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23926

Titill: 
  • Mat á bótagrundvelli þegar opinberum starfsmanni er vikið ólöglega úr starfi
Skilað: 
  • Apríl 2016
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður farið í mat á þeim bótagrundvelli sem gildir þegar starfsmanni hjá hinu opinbera hefur verið vikið ólöglega úr starfi. Í 1. gr. starfsmannalaganna nr. 70/1996 ( hér eftir skammstafað stml.) segir að lögin gildi um hvern þann mann sem er skipaður, settur eða ráðinn í þjónustu ríkisins til lengri tíma en eins mánaðar, án tillits til þess hvort og þá hvaða stéttarfélagi hann tilheyrir enda verði starf hans talið aðalstarf. Ljóst er að lög þesssi halda utan um stóran hóp af einstaklingum og innihalda mikilvægar reglur til þess að verja réttarstöðu þeirra enn frekar. Það er forsenda þess að ríkisstarfsmenn finni fyrir öryggi á vinnustað að réttur þeirra sé varinn í lögum þessum og að þeir eigi raunhæfa möguleika til þess að bera mál sín undir dómstóla sé hans ekki gætt. Einnig er réttur starfsmanna varinn í stjórnsýslulögum nr. 37/1999 ( hér eftir nefnd stjsl.) enda er mikilvægt að farið sé eftir þeim meginreglum þegar kemur að málum í þessum flokki. Frávikning starfsmanna er íþyngjandi úrræði og algengt er að ágreiningur rísi í þeim málum. Starfsmenn krefjast þá oft skaðabóta, hvort sem að þeim hafi verið vikið úr starfi eða að staða þeirra hafi verið lögð niður. Þá krefjast þeir skaðabóta bæði vegna fjártjóns sem og miskabóta. Til eru margir dómar þar sem skaðabætur hafa verið dæmdar í málum sem þessum. Rökstuðningur Hæstaréttar getur verið með ýmsum hætti og vitnar dómurinn oft í stjórnsýslulögin og starfsmannalögin . Forvitnilegt er að fara yfir rökstuðning þennan og reyna að sjá hver bótagrundvöllurinn er í þeim málum sem dæmdar eru bætur vegna frávikningar starfsmanns. Í ritgerðinni verður fyrst farið í þær reglur sem gilda almennt um grundvöll skaðabótaábyrgðar en sá hluti ritgerðarinnar skiptist í þrjá hluta. Í inngangnum verður stuttlega farið yfir almennu regluna í skaðabótarétti sem gildir um bótagrundvöllinn. Síðan verður farið yfir sögulegt yfirlit og að lokum verður í stórum dráttum fjallað um þær reglur sem gilda um bótagrundvöllinn. Fjallað verður síðan um frávikningu úr stöðu og skilgreininguna á opinberum starfsmanni. Komið verður inná þær skráðu réttarreglur sem gilda um opinbera starfsmenn í dag og þau úrræði sem í boði eru fyrir starfsmenn þegar þeir vilja verja rétt sinn. Meginefni ritgerðarinnar snýr að þeim dómum sem dæmdir hafa verið í málum vegna frávikningar úr stöðu. Fyrst verður fjallað um miskabótakröfur í þeim málum og á hvaða bótagrundvelli þær séu dæmdar. Síðan verður litið til þeirra mála sem fjalla um frávikningu úr stöðu þegar starfsmaður hefur gerst brotlegur úr starfi. Því næst verður horft til þeirra mála sem lúta að niðurlagningu á stöðu starfsmanns. Að lokum verður gerð grein fyrir ályktunum úr dómaframkvæmd og niðurstöður reifaðar.

Samþykkt: 
  • 12.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23926


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritgerð.pdf378.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Rakel.pdf296.98 kBLokaðurYfirlýsingPDF