is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23927

Titill: 
 • Vítaverður akstur veldur banaslysi. Manndráp af gáleysi í umferðinni
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð verður greint frá gáleysishugtakinu í íslenskum refsirétti ásamt því að skoða hvað það er sem íslenskir dómstólar horfa til við gáleysismat. Verður þetta skoðað sérstaklega með hliðsjón af manndrápi af gáleysi í umferðinni.
  Þegar hugtakið gáleysi kemur upp í huga manna tengja það flestir við að gera hlutina ekki af varkárni, vera annars hugar eða taka ekki nægilega vel eftir. Þó það sé nokkuð skýrt hvað gáleysi felur í sér, þá eru skiptar skoðanir á því hvenær um gáleysi sé að ræða. Stigsmunur er á gáleysi og er ekki til neinn ákveðinn mælikvarði sem segir hvað fellur undir gáleysi. Það getur verið persónubundið hvað það er sem leiðir til þess að hegðun manna teljist gáleysisleg með tilliti til aðstæðna hverju sinni. Í íslensku orðabókinni hefur hugtakið gáleysi verið skýrt sem fljótfærni og það að vera gálaus sé að vera eftirtektarlaus.
  Gáleysi þekkist vel í umferðinni og eru flest umferðarlagabrot framin af gáleysi. Þegar mál koma til kasta dómstóla er varða umferðina, hafa dómstólar þurft að meta háttsemi sakbornings og hvort hegðun hans teljist gáleysisleg samkvæmt lögum. Þá þurfa dómstólar að leggja mat á hvenær huglæg afstaða geranda telst vera gáleysisleg, stig gáleysis þ.e hvort um sé að ræða einfalt gáleysi eða stórfellt gáleysi. Ásamt því að skoða hvar mörkin liggja, er um að ræða verknað sem framinn er af ásetningi eða gáleysi, hvar liggja mörkin milli þessara stiga, eða er um að ræða refsilausa hegðun.
  Skoða verður dóma héraðsdóms og Hæstaréttar til þess að sjá hvenær talið er að um gáleysi sé að ræða. Hvort er tiltekin háttsemi talin vera einfalt eða stórfellt gáleysi? Hversu strangar kröfur gera dómstólar við gáleysismatið? Er sakfellt fyrir brot á 215. gr. hgl. sama hversu lágt gáleysisstigið er?
  Sérstaklega verða skoðaðir dómar með áherslu á banaslys í umferðinni sem valdið er af gáleysi, en fjölmörg önnur slys og þar af leiðandi dómar eru til um líkamsmeiðingar sem verða vegna gáleysis í umferðinni, en það verður ekki skoðað hér sérstaklega.
  Fyrst verður fjallað um refsiskilyrðin almennt ásamt því að skoða saknæmisskilyrðin sérstaklega og þá hvernig þau horfa við ákvæðum almennra hegningarlaga nr. 19/1940 um manndráp. Þá verður farið almennt yfir um hvað gáleysi er, og síðan rýnt nánar í stigskiptingu gáleysis ásamt því að skoða hvernig stigskiptingin birtist í réttarframkvæmd. Að lokum verða svo efri og neðri mörk gáleysis skoðuð. Litið verður til dóma með áherslu á hvernig gáleysi er metið í hverju máli fyrir sig. Hvað það er sem hefur áhrif á matið og hvað er sérstaklega horft til þegar sakfellt er fyrir manndráp af gáleysi, þá bæði einföldu gáleysi, stórfelldu gáleysi og þegar ekki er gáleysi um að kenna.

Samþykkt: 
 • 12.4.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23927


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð.pdf441.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_UnnurSif.pdf298.2 kBLokaðurYfirlýsingPDF