is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2392

Titill: 
  • Börn með athyglisbrest og ofvirkni og fjölskyldur þeirra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Börn með athyglisbrest og ofvirkni og fjölskyldur þeirra er efni þessarar ritgerðar. Ritgerðin er heimildaritgerð og er tilgangur hennar að fræðast um og fræða aðra um ADHD. Ritgerðarspurningarnar eru hvað er ADHD og hvernig lýsir það sér, hvaða áhrif hefur ADHD á fjölskylduna og fjölskyldulífið, hvernig er samskiptum í fjölskyldunni háttað og þá sérstaklega hjá systkinum barns með ADHD, hvaða uppeldisaðferðir eru heppilegar og hvaða aðferð atferlismótunar getur breytt hegðun ofvirks barns til hins betra og hvers konar stuðning telja foreldrarnir að þörf sé á og hver eru helstu meðferðarúrræðin? Börn með ADHD glíma við mörg einkenni og má þar helst nefna að þau eiga erfitt með að halda einbeitingu, halda aftur að sér og vera kyrr í lengri tíma. Foreldrar barnanna upplifa meira álag, streitu og vantrú á sjálfum sér sem uppalendur og eru samskiptin í fjölskyldunni oft neikvæð. Til eru meðferðarúrræði sem haldið geta einkennunum niðri og bætt líf barnsins og fjölskyldunnar, eins og lyfjameðferðir, atferlismeðferðir og ýmiss stuðningur. Foreldrarnir geta fengið fræðslu um heppilegar uppeldisaðferðir og til eru stuðningshópar þar sem foreldrarnir hittast og deila reynslu, styrk og von. Fjölskyldan þarf að hjálpast að við að styðja barnið svo hægt sé að gera líf þess og foreldranna auðveldara.

Samþykkt: 
  • 2.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2392


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf330.31 kBLokaðurHeildartextiPDF