is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23930

Titill: 
 • „...það var karl sem kenndi okkur“ : hvernig upplifa karlkyns kennarar starfið í skólanum?
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Kveikjan að þessari ritgerð varð til þegar ég var í vettvangsnámi mínu spurður af nemenda í 8. bekk af hverju ég væri að mennta mig sem kennari,að ég væri karlmaður og gæti því lært eitthvað annað. Í þessum tiltekna skóla voru aðeins þrír karlkyns kennarar á móti um 20 kvenkyns kennurum.
  Hafa drengir sem stunda nám í grunnskóla einhverjar karlfyrirmyndir aðrar en gangavörðinn og íþróttakennarann? Sem nemandi í kennaranámi við Háskóla Íslands er kynjahlutfall nemenda reyndar frekar svipað því sem var í kennarahópnum í þessum tiltekna skóla. Þetta fékk mig til að hugsa um stöðu karlmanna innan skólanna. Hvað gæti verið að valda því að kynjahlutfallið er eins og það er? Hefur samfélagið sett einhvern stimpil á kennarastarfið eða eru staðalímyndir svona sterkar? Eða skiptir einhverju máli, þegar horft er á námið annars vegar og starfið hins vegar, hvoru kyninu kennarinn tilheyrir?
  Tilgangur fræðilega kaflans í þessari ritgerð verður að skoða þátt karlmanna og kennsluhlutverksins. Tekin voru viðtöl við karlkyns kennara og verður fjallað um niðurstöður þeirra í aðferðafræði hlutanum.
  Niðurstöður sýndu að karlkennurum líður vel í starfi sínu en að ímynd starfsins geti haft áhrif á hversu eftirsóknarvert er að verða kennari. Kyn kennara á ekki að skipta máli, en til þess að geta sinnt fjölbreyttum nemendahópi er mikilvægt að hafa fjölbreyttan kennarahóp. Það setur kröfu á að hafa bæði kynin við kennslu, þar sem það er mikilvægt fyrir drengi að hafa karlkyns fyrirmyndir í skólastofunni.

Samþykkt: 
 • 12.4.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23930


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Það var karl sem kenndi okkur.pdf559.77 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna