Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23931
Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á hvaða reglur gilda við mat á hvort bótaskylda ríkis og eftir atvikum sveitarfélaga sé til staðar og skoða þá mælikvarða sem notaðir eru til að meta umfang hennar.
Fyrir kemur að veitingavaldshafi, þ.e. sá aðili sem ræður í opinbert starf, misbeiti valdi sínu með þeim afleiðingum að sá hæfasti verður af starfi sem hann hefði með réttu átt að fá.
Umsækjandi getur því bersýnilega orðið fyrir töluverðu fjártjóni ef veitingavaldshafi misbeitir valdi sínu og umsækjandi verður af betur launuðu starfi en viðkomandi gegndi við ráðninguna.
Í seinni tíð hefur borið æ meira á að látið sé reyna á bótaábyrgð ríkisins vegna annmarka á undirbúningi ráðningar eða niðurstaða ráðningarinnar hafi ekki verið reist á forsvaranlegum grunni.
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er að því að varpa ljósi á með hvaða hætti bótaskylda hins opinbera er ákvörðuð og hvernig umfang hennar er metið.
Í öðrum kafla ritgerðarinnar verður fjallað um hvaða reglur gilda um ráðningarferli hins opinbera ásamt því hvaða úrræði standa til boða þeim umsækjendum sem telja á sér brotið.
Tekin verða saman skilyrði þess að fá dæmdar bætur af þessum sökum, í þriðja kafla ritgerðarinnar og reifað hvaða fjögur hlutlægu skilyrði þurfi ávallt að vera fyrir hendi svo til bótaábyrgðar geti komið. Að því loknu verður sagt frá því á hvaða bótagrundvelli skaðabótaábyrgð er reist, í þeim tilvikum sem um ræðir. Í kaflanum verður einnig fjallað um orsakatengsl og hvað meintur tjónþoli þurfi að færa sönnur á til þess að eiga rétt á bótum.
Í fjórða kafla verður tekið fyrir með hvaða hætti bætur eru ákvarðaðar í málum sem þessum.
Í fimmta kafla verða niðurstöður ritgerðarinnar teknar saman.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skaðabótaábyrgð hins opinvbera vegna ráðninga eða skipana í störf.pdf | 417,94 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
yfirlýsing um meðferð lokaverkefna sem varðveitt eru í Landsbókasafni Íslands.pdf | 292,44 kB | Lokaður | Yfirlýsing |