en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23936

Title: 
  • Title is in Icelandic Hugtakið gáleysi í skilningi 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Á árunum 2012–2014 voru 16 mál skráð í málakerfi lögreglunnar sem manndráp af gáleysi. Þar af voru 12 þessara mála manndráp af gáleysi vegna umferðarslysa, en undir það fellur t.d. árekstur, þegar ekið er á gangandi vegfaranda eða ökutæki veltur svo dæmi séu tekin. Fjögur mál eru flokkuð sem „annað“. Þar sem lang stærsti hluti þessara mála tengist manndrápi af gáleysi í umferðinni verður farið í umfjöllun um þann flokk. Einnig verður ákvæði 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 borið saman við sambærileg ákvæði í dönskum og norskum rétti. Verður hér hugtakinu gáleysi veitt nánari athugun. Í því sambandi verður dómaframkvæmd um manndráp af gáleysi skv. 215. gr. hgl. tekin til athugunar og hvaða háttsemi samkvæmt henni falli undir hugtakið gáleysi, þá þannig að það verði refsivert, og hve mikið gáleysið virðist vera. Verður fyrst skoðað hvað felst í hugtakinu gáleysi með athugun á hver almenn málvenja gæti verið, orðabókaskilgreiningunni, dómaframkvæmd og hvernig fræðimenn hafa skilgreint hugtakið. Til þess að gera okkur betur grein fyrir hugtakinu verður skoðað hvernig gáleysi er flokkað, þ.e. flokkun eftir vitundarmælikvarða og stigskiptingu gáleysis. Þá verða einnig skoðuð mörkin á milli annars vegar efsta stigs gáleysis og neðsta stigs ásetnings og hinsvegar á milli neðsta stigs gáleysis og svo það sem kallast refsilaust gáleysi eða óhapp.

Accepted: 
  • Apr 13, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23936


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA_ritgerð_RakelBirnaÞorsteinsdóttir.pdf401 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing_RakelBirna.pdf309.98 kBLockedYfirlýsingPDF