is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23938

Titill: 
  • Yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir innanríkisráðherra gagnvart lögreglunni. Valdheimildir ráðherra með hliðsjón af lekamálinu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Mikil þjóðfélagsumræða skapaðist um mörk þeirra valdheimilda sem innanríkisráðherra hefur gagnvart lögreglunni í kjölfar hins svokallaða lekamáls, þar sem óformlegt minnisblað sem unnið hafði verið í innanríkisráðuneytinu lak til fjölmiðla. Minnisblaðið innihélt viðkvæmar trúnaðarupplýsingar um aðila sem hafði stöðu hælisleitanda hér á landi og tengsla hans við þrjá nafngreinda einstaklinga. Innanríkisráðherra mátti sæta mikilli gagnrýni í lekamálinu og komu fréttir þess efnis í fjölmiðlum að hann hefði haft áhrif á sakamálarannsókn lögreglu sem beindist að ráðuneytinu sjálfu. Kom til skoðunar hvort innanríkisráðherra hefði misbeitt þeim yfirstjórnunarheimildum sem hann hefur gagnvart lögreglunni við rannsókn sakamálsins. Umboðsmaður Alþingis tók málið til skoðunar og skilaði þann 22. janúar 2015 af sér áliti sem olli straumhvörfum er snýr að þeim yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildum sem innanríkisráðherra hefur gagnvart lögreglunni. Komst umboðsmaður að þeirri niðurstöðu að innanríkisráðherra, sem æðsti yfirmaður lögreglunnar, hefði farið út fyrir mörk þeirra valdheimilda sem hann hefur gagnvart lögreglunni.
    Í þessari ritgerð verður fyrst vikið að þrískiptingu ríkisvaldsins og að því hvernig stjórnsýslan er uppbyggð með stigskiptingu á Íslandi. Þá verður fjallað ítarlega um þær yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir sem ráðherra hefur gagnvart stjórnvöldum á sínu málefnasviði og verða álit umboðsmanns Alþingis reifuð til útskýringar á því hvernig yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir ráðherra birtast í framkvæmd hér á landi. Þá verða skoðaðar þær yfirstjórnunar- og eftirlitsheimildir sem innanríkisráðherra hefur gagnvart lögreglunni og hvort ákveðin athafnaskylda geti hvílt á innanríkisráðherra, í ljósi þess samskiptavanda sem nú virðist ríkja innan embættis lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Rýnt verður í UA frá 22. janúar 2015 (8122:2014) og einnig vikið að minnisblaði Hafsteins Þórs Haukssonar, „Minnisblað um niðurstöðu umboðsmanns Alþingis í máli UA nr. 8122/2014“, sem innanríkisráðuneytið óskaði eftir í kjölfar álits umboðsmanns. Að auki verður vikið að hugsanlegum úrbótum innan stjórnsýslunnar í ljósi álits umboðsmanns Alþingis og minnisblaðs Hafsteins Þórs og þeirra úrbóta sem birtast í drögum að frumvarpi innanríkisráðherra til breytinga á lögreglulögum.

Samþykkt: 
  • 13.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23938


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsida.pdf162.06 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Ritgerdin-Adal.pdf341.08 kBLokaður til...15.04.2030MeginmálPDF
Yfirlýsing_arnar.pdf321.28 kBLokaðurYfirlýsingPDF