is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23939

Titill: 
  • Ímynd M.A.C. Cosmetics
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð er ímynd M.A.C Cosmetics könnuð. Snyrtivöruiðnaðurinn hefur lengi verið til staðar en þó aldrei verið jafn vinsæll og í dag. Förðunarfræðingum og förðunarskólum fer ört fjölgandi og aukning í kaupum á snyrtivörum helst í hendur við þá fjölgun. Þessar staðreyndir valda því að samkeppnin á snyrtivörumarkaðnum er mikil og ímynd snyrtivörumerkja hefur aldrei verið jafn mikilvæg og nú.
    M.A.C Cosmetics er gríðarlega vinsælt snyrtivörumerki um heim allan og vinsældir þess gera það að verkum að vörumerkið fer ekki framhjá neinum sem hefur áhuga á förðun. Við auglýsingar og tilraunir til að bæta ímynd sína hefur M.A.C. oft farið óhefðbundnar leiðir. Vörumerkið hefur því öðlast mikla virðingu á markaðnum og verið álitið sem viss frumkvöðull.
    Í verkefninu var bæði notast við eigindlega og megindlega rannsóknaraðferð. Til að ná markmiði rannsóknarinnar voru þessar aðferðir sameinaðar í eina könnun sem sett var á Facebook hópinn Beauty Tips, sem er einn sá stærsti á Íslandi. Helstu niðurstöður könnunarinnar voru að í heildina litið er ímynd M.A.C. Cosmetics jákvæð. Vörumerkið var almennt ofarlega í hugum flestra þátttakenda og gæði ásamt vinsældum M.A.C. voru helstu ástæður fyrir viðskiptum þátttakenda við vörumerkið. Í könnuninni voru 14 ímyndarþættir settir fram fyrir þátttakendur til að meta. M.A.C. Cosmetics kom best út úr gæðum og úrvali en verst út úr prófunum á dýrum og sanngjörnu verðlagi. Meirihluti þátttakenda svöruðu á þá leið að þeir væru jákvæðir gagnvart M.A.C. Cosmetics. Má því draga þá ályktun að ímynd vörumerkisins í heild sé jákvæð.

Samþykkt: 
  • 13.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23939


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásrún Ísleifsdóttir_save asPDF.pdf534.06 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna