is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23943

Titill: 
  • Aðild, upphaf og lok aðildarhæfis að einkamálum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Það er óskráð meginregla íslensks réttarfars að aðilar að dómsmáli séu tveir hið minnsta, annar til sóknar og hinn til varnar. Líta þarf til hæfis þessarra aðila þegar ákvarðað er hvort þeir geti sótt rétt sinn fyrir dómi eða varið. Lög marka skilyrði þessa hæfis, þ.e. hvort þeir njóti aðildarhæfis. Í þeim efnum er litið til aldurs annars vegar og svo annarra aðstæðna sem leitt geta til að menn skorti þetta hæfi, sé um lifandi mann að ræða. Í 16. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991 segir að aðili dómsmáls geti hver sá verið, einstaklingur, félag eða stofnun, sem geti átt réttindi og borið skyldur að landslögum. Einkamálalögin sjálf kveða því ekki á um hvaða skilyrði eru lögð til grundvallar því að menn geti átt réttindi og borið skyldur, heldur vísa til landslaga í því sambandi.
    Rétturinn til að bera mál undir dómstóla stjórnarskrárvarinn og má af því meðal annars ráða hve mikilvæg mannréttindi hann undirstrikar. Það skiptir því miklu að ljóst sé hverjir geta átt aðild að málum sem borin eru undir dómstóla. Í ritgerð þessari er leitast við að draga saman og varpa ljósi á þá megin þætti sem ákvarða hæfi manna til aðildar dómsmála. Ekki eru efni til að fjalla um dómsmál með almennum hætti, né heldur alla þá sem notið geta aðildarhæfis heldur er umfjöllunarefnið takmarkað við aðildarhæfi einstaklinga að einkamálum. Þannig verður fjallað um skilyrði aðildarhæfis einstaklinga að einkamálum. Skoðað hvenær það hefst og hvernig því lýkur, ýmist tímabundið eða varanlega. Takmarkatilvik þessa upphafs og endis eru þó athyglisverð og því rétt að skoða hvort um skörp skil eru að ræða, eða hvort játa megi ófæddum annars vegar og önduðum hins vegar, einhvers konar takmarkað aðildarhæfi.

Samþykkt: 
  • 13.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23943


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf430.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Jón.pdf286.34 kBLokaðurYfirlýsingPDF