Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23948
Í þessari ritgerð verður rýnt í Járnsíðu og Jónsbók og viðtökur Íslendinga við bókunum, þegar að þær voru lögteknar, Járnsíða á árunum 1271 til 1273 og Jónsbók 1281.
Í fyrsta kafla er farið yfir hugmyndafræði þjóðveldsins við lagasetningu og skörun þess við hið miðstýrða konungsvald, sem birtist í lögbókunum tveimur. Einnig verður stuttlega vikið að réttarþróun í Evrópu á þessum tíma. Að lokum er fjallað um það hvernig hún skarast við hugsjónir manna í þjóðveldinu.
Í öðrum kafla er lögbókin Járnsíða skoðuð og viðtökur við setningu hennar. Litlar heimildir eru til um viðtökurnar, en nokkuð hefur verið ritað af fræðimönnum um þetta efni og verður það lagt til grundvallar. Þá er jafnframt vikið að áhrifum Járnsíðu og þeirra breytinga sem hún boðaði.
Í þriðja kafla er Jónsbók skoðuð og viðtökur við setningu hennar. Fyrst er aðdragandi
setningar lögbókarinnar skoðaður og vikið sérstaklega að ítökum kirkjunnar á þessum tíma, til þess að útskýra tíðarandann og ástandið. Næst er vikið að viðtökum við setningu, en til eru samtímaheimildir um þær í Árna sögu biskups. Talsverðar deilur sköpuðust um lögbókina á Alþingi og eru þær og niðurstöður þeirra raktar.
Í fjórða kafla er efnislegt inntak lögbókanna borið saman og viðtökur við þeim. Einnig er
vikið að gæði lögbókanna og hve mikið tillit var tekið til hinna fornu laga og landsmanna við
setningu bókanna.
Að lokum eru niðurstöður dregnar saman og verður gerð grein fyrir þeim.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Bergþór Bergsson - BA ritgerð - Lögfesting konungsvalds á Íslandi- Lögtaka Járnsíðu og Jónsbókar og viðtökur við þeim.pdf | 609.12 kB | Lokaður til...25.11.2135 | Heildartexti | ||
Yfirlýsing_Bergþór.pdf | 309.39 kB | Lokaður | Yfirlýsing |