is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23953

Titill: 
 • Manndráp af gáleysi af völdum bifreiða. Mat dómstóla á því hvort skilyrðið um gáleysi sé uppfyllt
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í nútímasamfélagi gerir flest fólk kröfu um hraða og skilvirkni í sínu daglega lífi og þar hefur bifreiðin gegnt lykilhlutverki. Hún hefur svo sannarlega fært okkur mannfólkinu margt og auðveldað okkur lífið á ýmsa vegu en á sama tíma hrifsað til sín líf margra þeirra sem njóta þæginda hennar. Allt frá því að fyrsta banaslysið af völdum bifreiðar átti sér stað hérlendis árið 1919 hafa yfir 1500 einstaklingar látið lífið í umferðinni.
  Hér verður skrifum beint að 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 (hér eftir hgl.). Það ákvæði laganna fjallar um manndráp af gáleysi. Hér verður athyglinni beint að þeim brotum sem varða notkun bifreiða, enda má rekja langflest brot á ákvæðinu til óvarkárni við akstur bifreiða.
  Fyrst verður fjallað almennt um gáleysi sem annað tveggja saknæmisskilyrða í íslenskum rétti. Þar næst verður gerð grein fyrir flokkun gáleysis eftir vitundarmælikvarða annars vegar og eftir stigskiptingu hins vegar. Fjallað verður um efri og neðri mörk gáleysis og verður áherslan þar frekar lögð á umfjöllun um aðgreiningu óhappatilviks frá neðri mörkum gáleysis.
  Skoðuð verður réttarframkvæmd hérlendis út frá framangreindum atriðum og reynt verður að varpa ljósi á mat dómstóla, þegar þeir leysa úr ákæru fyrir manndráp af gáleysi. Skoðað verður hvernig dómstólar fara að því að ákvarða hvort að skilyrðinu um gáleysi sé uppfyllt.
  Að lokum verður tekin til skoðunar norsk réttarframkvæmd og mat dómstóla þarlendis á því hvort skilyrðinu um gáleysi hafi verið uppfyllt. Skoðað verður hvort að norskir dómstólar geri aðrar og meiri kröfur, til sakfellingar fyrir manndráp af gáleysi, en gert er hérlendis.

Samþykkt: 
 • 13.4.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23953


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Manndráp af gáleysi af völdum bifreiða.pdf539.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Indíana.pdf315.73 kBLokaðurYfirlýsingPDF