Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23959
Í þessari ritgerð verður gerð grein fyrir þeim reglum sem gilda um meðalgönguaðild samkvæmt 20. gr. laga um meðferð einkamála nr. 91/1991. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að varpa ljósi á tilgang og þau skilyrði sem sett eru fyrir beitingu greinarinnar. Verður í þeim efnum aðallega litið til dómaframkvæmdar Hæstaréttar og skrifa fræðimanna. Í öðrum kafla ritgerðarinnar verður stuttlega farið yfir hvaða mál teljast einkamál, rétt aðila til þess að bera mál undir dómstóla og almenn atriði um aðild. Í þriðja kafla er almennt farið yfir málsforræðisregluna og samspil hennar við samningsheimildarregluna. Í fjórða kafla er farið yfir öll afbrigði meðalgöngu, bæði aðal- og aukameðalgöngu. Í tilviki aðalmeðalgöngu neytir þriðji maður sér heimildar 20. gr. til þess að fá ákveðna hagsmuni dæmda sjálfum sér í málinu og í tilviki aukameðalgöngu neytir þriðji maður sér heimildina til þess að verja rétt sinn með kröfu um að úrslit máls verði á tiltekinn veg, öðrum hvorum upphaflegum aðila málsins í hag. Verða reifaðir dómar til skýringar á skilyrðum sem sett eru fyrir beitingu reglunnar. Í fimmta og síðasta kafla ritgerðarinnar eru svo nokkur lokaorð dregin saman.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskjal 20. gr. eml.pdf | 594,96 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Elísabet.pdf | 305,99 kB | Lokaður | Yfirlýsing |