is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23960

Titill: 
  • Lögjöfnun í ljósi valdmarka dómstóla. Hvenær mikilvæg lagarök standa lögjöfnun í vegi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í 2. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 kemur fram þrískipting á ríkisvaldinu, það er að Alþingi og forseti fari með löggjafarvald, forseti og önnur stjórnvöld með framkvæmdarvald og dómendur með dómsvald. Dómendur skulu dæma eftir lögum sbr. 61. gr. stjskr. Þrískipting ríkisvaldsins byggist á þeirri hugmyndafræði að vald tempri vald, með því að skipta ríkisvaldinu á milli þriggja handhafa sé hægt að vernda borgarana fyrir geðþóttaákvörðunum þeirra sem með völdin fara.
    Sú staða getur komið upp að fyrir dómstóla komi ólögmælt tilvik. Ein af þeim heimildum sem dómstólar hafa til þess að dæma um ólögmælt tilvik er lögjöfnun en ekki er að að finna almenna lagaheimild fyrir lögjöfnun í íslenskum lögum og grundvallast því beiting hennar á dómvenju og langri lagaframkvæmd. Er helst fjallað um lögjöfnun á sviði almennrar lögfræði, enda er hún nátengd réttarheimildafræði og lögskýringum.
    Í þessari ritgerð er leitast við að svara því með hvaða hætti heimild dómstóla til að beita efnisreglu lagaákvæðis með lögjöfnun er takmörkuð af stjórnskipulegum valdmörkum dómstóla gagnvart löggjafanum. Þá er sérstaklega horft til þriðja skilyrðis lögjöfnunar, að ekki standi mikilvæg lagarök eða meginreglur í vegi fyrir lögjöfnun.

Samþykkt: 
  • 14.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23960


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lögjöfnun í ljósi valdmarka dómstóla, BAB.pdf570.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Birta.pdf289.17 kBLokaðurYfirlýsingPDF