is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23961

Titill: 
  • Staða kvenna á brennuöld Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Saga Íslands gefur til kynna að galdraiðkun hafi tíðkast hér á landi allt frá heiðni þar sem bæði í fornum lögum og skriftaboðum presta er að finna fordæmingu á iðjunni. Það var þó ekki fyrr en á 17. öld sem yfirvöld fóru að refsa mönnum fyrir galdra. Þegar galdraöld Íslands er skoðuð kemur hins vegar í ljós að hún sker sig heldur betur úr frá þeim galdraofsóknum sem áttu sér stað á sama tíma annars staðar á meginlandi Evrópu þar sem konur voru yfirgnæfandi hluti fórnarlamba galdraofsóknanna. Á Íslandi eru aðeins heimildir þess efnis að fjórar konur hafi lent á báli af þeim 25 fórnarlömbum sem urðu bálinu að bráð. Vekur þessi staðreynd augljósan áhuga og forvitni. Reynt verður að leita svara við því hvers vegna svo fáar konur voru ákærðar fyrir galdur á Íslandi og enn fremur hvers vegna svo fáar þeirra voru sakfelldar. Þannig verður skoðað hvernig réttarkerfið kom fram við konur og hvort þær hafi jafnvel búið við meira réttaröryggi en kynsystur þeirra í Evrópu.
    Markmið ritgerðarinnar er að gera grein fyrir brennuöld Íslands með sérstaka áherslu á stöðu kvenna. Litið verður á réttarfar og samfélagslegar aðstæður aldarinnar. Reynt verður að skilja hvaða ástæður lágu að baki þessum myrku tímum í sögu landsins. Aðalheimild sem stuðst er við er Brennuöldin eftir Ólínu Þorvarðardóttur og Galdrar á Íslandi eftir Matthías Viðar Sæmundsson, en leitað verður í aðrar heimildir eftir því sem við á.

Samþykkt: 
  • 14.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23961


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
TurnitIn og Skemman PDF.pdf383.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_AnnaGyða.pdf290.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF