is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23962

Titill: 
  • Manndráp af gáleysi í umferðinni. Gáleysismat dómstóla við beitingu ákvæðis 215. gr. hgl.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ákvæði um manndráp af gáleysi var fyrst lögfest á Íslandi með setningu almennra hegningarlaga frá 25. júní árið 1869, en þau voru að mestu leyti byggð á dönskum hegningarlögum. Með almennum hegningarlögum nr. 19/1940, sem nú eru í gildi hér á landi, var ákvæðið lögfest í 215. gr. laganna, en frá setningu þeirra hefur ákvæðið tekið litlum breytingum. Einu breytingarnar á ákvæðinu voru lögfestar með lögum nr. 82/1998 sem afnema áttu varðhaldsrefsingar. Þannig var með ákvæði 108. gr. laganna felld brott varðhaldsrefsing vegna manndráps af gáleysi.
    Í íslenskri orðabók er gáleysislegur akstur nefndur til útskýringar á orðinu gáleysislegur. Brot á umferðarlögum eru oftast gáleysisbrot, en matið á því hvort það sé nægilegt til refsingar, getur oft reynst erfitt fyrir ákæruvald og dómstóla. Er því eðlilegt að gera greinarmun eftir því að hvaða ákvæði umferðarlaga brot beinist.
    Í ritgerð þessari verður leitast við að skýra hvernig ákvæði 215. gr. almennra hegningarlaga nr. 19/1940 er beitt í íslenskum rétti og mun efnið afmarkast sérstaklega af umfjöllun um gáleysismat dómstóla í málum er varða manndráp af gáleysi í umferðinni. Í öðrum kafla ritgerðarinnar verður fjallað um saknæmisskilyrðin í íslenskum refsirétti. Þriðji kafli ritgerðarinnar mun taka til umfjöllunar vitundarmælikvarða, stigskiptingu og mörk gáleysis. Fjórði kafli mun svo fjalla með ítarlegum hætti um manndráp af gáleysi í umferðinni, tilfelli þar sem sýknað hefur verið vegna manndráps af gáleysi og áhrif matsgerða við úrlausn slíkra mála. Í kaflanum verður einnig fjallað um áhrif eigin sakar þolenda á refsiábyrgð og eins beitingu hegningarlagaákvæða um manndráp af gáleysi í norrænum rétti. Í gegnum ritgerðina verður dómaframkvæmd Hæstaréttar Íslands reglulega tekin til athugunar og það kannað hvernig íslenskir dómstólar beita gáleysismati í dómsmálum er varða manndráp af gáleysi í umferðinni. Þá verður einkum farið yfir dóma er fjalla um börn í umferðinni.

Samþykkt: 
  • 14.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23962


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áslaug Björnsdóttir.pdf412.12 kBLokaður til...30.04.2030HeildartextiPDF
BA ritgerð - FORSÍÐA.pdf182.75 kBOpinnForsíðaPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Áslaug.pdf297.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF