is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23963

Titill: 
  • Almennir fyrirvarar um ástand fasteigna. Eru þeir varhugaverðir?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á raunverulegt gildi almennra fyrirvara um ástand í fasteignakaupum. Hljóða þeir oft á þann veg að eignin sé seld í því ástandi sem kaupandi hefur kynnt sér við skoðun og sætti sig við að öllu leyti. Slíkir almennir fyrirvarar eru algengir, sérstaklega í kaupum á notuðum fasteignum. Uppi hefur verið sá skilningur á fyrirvörunum í íslenskri réttarframkvæmd að þeir hafi ekki réttaráhrif samkvæmt efni sínu.
    Ákveðin óvissa hefur ríkt varðandi gildi fyrirvaranna en á þessari réttaróvissu hefur verið tekið til að mynda með setningu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Með tilkomu laganna og sérstaklega 28. gr. þeirra má velta því upp hvort enn sé tilgangur með því að halda þessum almennu fyrirvörum inni í samningum um fasteignakaup. Tilgangur samningsákvæða sem innihalda almennan fyrirvara um ástand eiga að vera hluti af samningi til að skýra betur réttarstöðu samningsaðila. Því er velt upp hvort sú sé raunin og skoðað með hliðsjón af úrlausnum Hæstaréttar Íslands.
    Spyrja má hvort þessir almennu fyrirvarar skapi seljanda að einhverju leyti falskt öryggi og hvort seljandi búist við að réttaráhrif þeirra séu meiri en í raun reynist, þar sem þeir virðast ekki hafa réttaráhrif samkvæmt efni sínu. Í ritgerðinni verður það því skoðað hvort ofangreindir fyrirvarar hafi einhverja raunverulega þýðingu. Ennfremur mun ég athuga hvort þeir bæti einhverju við gildandi reglur kröfuréttar.
    Í ritgerðinni verður fyrst farið í afmörkun hugtaka og fjallað stuttlega um vanefndaúrræði í kröfurétti. Því næst verða samningsbundin vanefndaúrræði skoðuð. Þá verður umfjölluninni vikið að aðalkafla ritgerðarinnar um almenna fyrirvara og álitaefni krufin er tengjast almennum fyrirvörum um ástand fasteigna. Í lokin verða niðurstöður dregnar saman og túlkaðar.

Samþykkt: 
  • 15.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23963


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-ritgerð.pdf380.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_ÆvarHrafn.pdf293.86 kBLokaðurYfirlýsingPDF