en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/23964

Title: 
 • Title is in Icelandic Endurupptökunefnd. Tilgangur, álitaefni og úrbætur
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Með lögum nr. 15/2013 um breytingu á lögum um dómstóla, lögum um meðferð sakamála og lögum um meðferð einkamála var komið á fót sjálfstæðri stjórnsýslunefnd, endurupptökunefnd, sem var falið það hlutverk að ákveða hvort heimila skyldi endurupptöku dómsmála sem dæmd höfðu verið í héraði eða Hæstarétti. Einnig var henni veitt heimild til þess að fresta réttaráhrifum dóma eða ákveða að réttaráhrif þeirra héldust. Með þessari breytingu var valdið til þess að ákveða hvort mál skyldu endurupptekin tekið frá dómstólum og fært yfir til framkvæmdarvaldsins. Þessi lagabreyting hefur verið gagnrýnd og vakið upp spurningar varðandi sjálfstæði dómstóla. Eftir að dómur gekk í Hæstarétti í Hrd. 25. febrúar 2016 (628/2015) fengu gagnrýnisraddirnar hljómgrunn og hefur verið kallað eftir breytingum á núverandi skipan.
  Markmið þessarar ritgerðar er að taka til skoðunar enduruppökunefnd með hliðsjón af sjálfstæði dómstóla. Í upphafi er gerð grein fyrir lagagrundvelli og kröfum réttarríkisins til sjálfstæðis dómstóla. Til þess að átta sig betur á þeim álitaefnum sem snúa að endurupptökunefnd eru ástæður að baki lagabreytingunni 2013 skoðaðar en þar kemur fram að byggt sé á norskri fyrirmynd, þrátt fyrir það er grundvallarmunur á framkvæmdinni hér á landi og í Noregi. Því næst eru þau álitaefni sem hafa risið vegna endurupptökunefndar athuguð en þau snúa aðallega að valdheimildum endurupptökunefndar. Í þeirri umfjöllun er Hrd. 628/2015 tekinn til skoðunar.
  Hrd. 628/2015 hefur skapað óvissu um störf nefndarinnar og eru í lokin lagðar til úrbætur á núverandi framkvæmd. Hægt væri að athuga hvort æskilegt væri að stofna sérdómstól til þess að taka fyrir endurupptökubeiðnir eða aðgreina milli einka- og sakamála varðandi málsmeðferð til endurupptöku.

Accepted: 
 • Apr 15, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23964


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA-ritgerð.pdf385.29 kBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing_KjartanJón.pdf294.35 kBLockedYfirlýsingPDF