Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23966
Vanefndir og vanefndaúrræði skipa stóran sess í heimi kröfuréttar. Ótal samningssambönd verða til á hverjum degi, bæði formleg og óformleg, en ekki er þó alltaf hægt að sjá fyrir öll þau atvik sem kunna að setja strik í reikninginn í mannlegum samskiptum. Hin íslensku kaupalög (lög um lausafjárkaup nr. 50/2000, þjónustukaup nr. 42/2000, neytendakaup nr. 48/2003 og fasteignakaup nr. 40/2002) veita ýmis úrræði í tilefni vanefnda og má þar nefna nokkur þekkt úrræði, svo sem riftun, skaðabætur og afslátt. Lögin gilda í þeim samböndum sem undir þau falla, þau eru þó frávíkjanleg að mestu leyti og þau gilda ef ekki er samið um annað.
Í þessari ritgerð eru kannaðar þær aðstæður þegar aðilar semja sín á milli um þau úrræði sem koma til greina í tilefni vanefnda í ljósi samningsfrelsis.
Samningsfrelsinu eru þó takmörk sett, samningsaðilar geta ekki samið um hvað sem er, því til að mynda geta lagareglur staðið í vegi fyrir því.
36. gr. samningalaga nr. 7/1936 (hér eftir skammstöfuð sml.) getur komið til skoðunar í úrlausnum dómstóla ef ákvæði samninga eru talin ósanngjörn eða andstæð góðri viðskiptavenju. Í ritgerðinni er því kannað hvenær 36. gr. sml. getur takmarkað samningsbundin vanefndaúrræði. Í þeirri leitan var m.a. efni greinargerðar frumvarpsins og annað fræðiefni skoðað sem og dómaframkvæmd Hæstaréttar. Þau úrræði sem voru skoðuð var févíti í vinnu-og verksamningum, undanþága frá bótaskyldu, úrbótaskylda og gjaldfellingarákvæði.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaútgáfa .pdf | 374.16 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Kolbrún.pdf | 320.5 kB | Lokaður | Yfirlýsing |