Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23967
Meginviðfangsefni ritgerðarinnar er fullkomin lögjöfnun sem refsiheimild. Engin almenn heimild er fyrir beitingu lögjöfnunar í íslenskum rétti en hefur beiting hennar helgast af áralangri dómvenju frá því hún var innleidd í fyrstu hegningarlög frá 1869. Er stiklað á stóru í almennri umfjöllun um lögjöfnun og skilyrði hennar. Viðhorf helstu fræðimanna eru borin saman og einnig stuttlega gerð grein fyrir lögjöfnun i þeim löndum sem standa okkur næst.
Rakið verður hvort sá háttur, að manni skuli refsað á ólögfestum grundvelli, sé í andstöðu á við grundvallarsjónarmið refsiréttar og sakamálaréttarfars auk þess sem kröfur réttarríkisins verða skoðaðar í því samhengi. Beiting lögjöfnunar á sviði einkaréttar verða ekki gerð sérstök skil í ritgerðinni þar sem önnur sjónarmið búa þar að baki. Verður í fyrsta lagi forsaga heimildar til fullkominnar lögjöfnunar sem refsigrundvöll rakin. Verða því næst lögmætisreglu refsiréttar og túlkunarreglu refsiréttar gerð ítarleg skil auk þess sem 1. mgr. 69. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 verður stuttlega metin í samanburði við 1. mgr. 7. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu og rakið hvort að heimildin til lögjöfnunar frá refsiákvæði standist sáttmálann. Að lokum verður lögjöfnun sem refsiheimild borin saman við meginreglur réttarríkisins og lagt mat á hvort hún standist kröfur sem gera verður til laga í nútímaréttarríki. Af framansögðu verða dregnar fram ályktanir í niðurstöðukafla.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
BA_Lögjöfnun_sem_refsiheimild.pdf | 563.48 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_SveinnAndri.pdf | 310.34 kB | Lokaður | Yfirlýsing |