en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2397

Title: 
  • Title is in Icelandic Stúlkan á ströndinni. Um úrkastið og dauðahvötina í Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð greini ég skáldsögu Vigdísar Grímsdóttur, Ég heiti Ísbjörg, ég er ljón, og styðst við kenningar Sigmunds Freuds um dauðahvötina, túlkun Peter Brooks á kenningum Freuds og kenningar Juliu Kristevu um hið táknlæga, hið táknræna og úrkastið. Í fyrsta kafla fer ég vandlega í það af hverju endurtekningaráráttan hrjáir Ísbjörgu og rek það til áfallsins sem sifjaspell föðurins og sjálfsmorð hans í framhaldi af því verða henni, en hún telur sig hafa valdið hvoru tveggja og þess vegna vera seka um tvo glæpi – minnst. Saman við þetta flétta ég túlkun Peter Brooks á dauðahvötinni, en hún varpar ljósi á eðli frásagnar Ísbjargar sem er full af endurtekningum og myndhverfingum um sifjaspellin. Í öðrum kafla geri ég grein fyrir kenningum Juliu Kristevu um tvö svið tungumálsins, hið táknlæga og hið táknræna, en þau svið samsvara dulvitund og (yfir)sjálfi Sigmunds Freuds sem og dauðahvötinni og sjálfsbjargarhvötinni, og takast á í sjálfsverunni eins og þau. Í frásögn Ísbjargar er togstreita milli þessara tveggja sviða, þar sem hið fyrra er villt og dýrslegt en hið síðara skynsamlegt og reglubundið. Þessi kafli ritgerðarinnar er annars inngangur að umræðunni um úrkastið sem ég geri vandlega grein fyrir í þriðja kafla. Úrkastið er hvorki á sviði hins táknræna né hins táknlæga heldur öðruvísi og óþægilegt, alveg eins og Ísbjörg sjálf. Í þessum kafla sýni ég fram á að Ísbjörgu finnst hún vera óhrein og öðruvísi en aðrir og hvernig hún nær ekki að fóta sig í samfélaginu. Að lokum flétta ég þessa þrjá kafla saman í umræðu um stúlkuna á ströndinni sem Ísbjörg sameinast í sögulok og túlka hana sem einu flóttaleið Ísbjargar út úr vítahring endurtekningaráráttunnar.

Accepted: 
  • May 4, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2397


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA_fixed.pdf192.08 kBOpenHeildartextiPDFView/Open