is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > MEd/MPM/MSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþróttafræðideild -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23982

Titill: 
  • Titill er á ensku Preventing injuries in lower extremities with strength training and muscular control
  • Fyrirbygging meiðsla í neðri útlimum með styrktarþjálfun og vöðvastjórnun
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið: Það hefur verið mælt með því að styrktarþjálfun fyrir fótbolta byggist á því að sameina mismunandi tegundir af þjálfun. Það hefur einnig verið tilhneiging hjá íþróttamönnum og þjálfurum að sleppa svokallaðri fyrirbygjandi meiðslaþjálfun. Markmið þessarar rannsóknar var að búa til sérstakt styrktarprógram fyrir fótbolta, sem hefði marga mismunandi þjálfunarþætti setta inn í hverja styrktaræfingu. Til dæmis sprengikraftsæfingar með dýnamískum þáttum inn í, styrktaræfingar með dýnamískum þáttum, plýometrískar æfingar sem eru bæði með mikilli og lítilli ákefð og fimisæfinar sem hafa dýnamíska stöðuleikaþætti.
    Framkvæmd: Þátttakendur voru valdir úr tveimur fótboltaliðum innan borgarmarka Reykjavíkur. Það voru 23 karlar í rannsóknarhóp og 23 karlar í viðmiðunarhóp. Þessari rannsókn var skipt upp í nokkra þætti. Skoðaðir voru áhættuþættir í neðri útlimum með 2D hreyfigreiningu, út frá framstigs hoppprófi með lendingu á öðrum fæti. Einnig voru skoðaðar frammistöðumælingar á 30 m sprettprófi, hámarks hoppprófi og hámark styrkprófi. Prófin voru framkvæmd fyrir og eftir inngrip sem var gert með sérstöku styrktarprógrami (próf fyrir inngrip M1 og próf eftir inngrip M2). Mælingar á prófum í eftirfylgni voru einnig tvær (prófin voru tekin á miðju fótboltatímabili M3 og í lok tímabils M4). Prófin sem voru gerð í eftirfylgninni voru hraðamæling, hámarkshopp og hámarksstyrkur. Rannsóknarhópurinn fékk einnig áframhaldandi prógram í gegnum alla eftirfylgnina. Fyrri meiðsli voru einnig skráð hjá þátttakendum áður en rannsókn hófst og einnig voru meiðsli yfir allt fótboltatímabilið skráð niður, en það var gert eftir tímabilið.
    Niðurstöður: Meiðsli: Það var ekki marktækur munur á meiðslum milli hópa. Framistöðumælingar í hraðaprófi og styrkprófi: Það var marktækur munur á milli hópa í mælingum M1 og M2 þar sem rannsóknarhópur náði betri árangri miðað við viðmiðunarhópinn. Í hraðaprófi (F = 5.62, P = 0.02) og í styrkprófi (F = 4.58, P = 0.04). Aftur á móti var enginn marktækur munur á hópum í hámarks hoppprófi í mælingum M1 og M2. Einnig var enginn munu á milli hópa í eftirfylgni mælingum M3 og M4. Hreyfigreining: Það var engin munur á milli hópa í hreyfigreiningunni í mælingum M1 og M2.
    Ályktun: Það lítur út fyrir að sérstakt styrktarprógram geti haft jákvæð áhrif á bætingu á hraða og styrk miðað við styrktarprógram sem er gert með ketilbjöllum og þjálfun í lyftingarsal. Fyrir framtíðar rannsóknir væri gott að finna aðrar mælingar fyrir hreyfigreiningu sem gætu hugsanlega útskýrt betur breytingu á hreyfigum miðað við fækkun á meiðslum út frá mismunandi tegundum af styrktarþjálfun. Út frá því væri hugsanlega möguleiki að spá betur fyrir um líkur á meiðslum hjá fótboltamönnum heldur en er hægt að gera í dag. Það þurfa einnig að vera fleiri þátttakendur í framtíðarrannsóknum til að fá aukið tölfræðilegt afl.

  • Útdráttur er á ensku

    Aim: Combining different types of strength exercises have been recommended in strength training for football, it has been a trend for athletes and coaches to have low emphasis on preventing exercises to injuries. The aim of this study was to mix up different exercises to make specialized strength program for football, which has different training factor involved. For instance, explosive power exercise with dynamic balance, strength exercises with dynamic balance, plyometric high and low intensity and agilities with dynamic stabilization.
    Methods: The participants are selected from two football teams in the Icelandic first division, within the city limits of Reykjavik. There were 23 males in the research group and 23 males in the control group. The research is split into a few components.
    The hypotheses are tested by analyses of risk factors in lower extremities with 2D kinematic analyses of forward hop-lunge, also a measurement in strength, power and speed. Two tests before and after an intervention program (test before the intervention period = M1 and test after the intervention period = M2). The follow- up was done with measurements of two test (mid-season and after the season, M3 and M4). The test that was conducted in the follow-up were 30m speed test, max vertical jump test and max strength test. Research group did get specialized
    strength program through the football season 2013. Were the last measurement was done. Prior injuries and the frequency of injuries was recorded for both teams before the study, the injuries were also recorded during the research period, but that was done after the season ended.
    Results: Injuries: There was no significant difference in injuries. Performance in sprint speed, strength and power: There was significant difference in strength and sprint speed between test M1 and M2 in the favored to the research group. In max speed test (F = 5.62, P = 0.02), the research group performed better in 30 meter sprint compare to control group. In 3x max strength test (F = 4.58, P = 0.04), the research group performed better in the second test (M2) compared to control group. In the follow-up, there was no significant difference between the groups.
    Kinematics: It seems like the kinematic is inconclusive. There was no significant difference between the groups related to the difference between the measurements M1 and M2.
    Conclusion: It seems the specialized strength training program was beneficial to the research group, related to the speed and strength compared to the strength program for the control group. For the future researches it is needed to find different kinematic measurement to try to explain the difference frequency of injuries in men related to different types of strength training programs. For the reason of being able to predict injuries better and to see what risk factors are changing related to kinematics, when different types of strength training programs are executed for football players. There is also a need to have more participants involved in the studies to get better statistical power.

Samþykkt: 
  • 18.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23982


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð fullbúin eftir vörn..pdf2.51 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna