Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23983
CentrisApp er ætlað að veita nemendum við Háskólann í Reykjavík snögga og auðvelda leið til að skoða helstu upplýsingar tengt náminu í appi á símanum sínum, hvar og hvenær sem er. Öll gögn eru vistuð í símanum sjálfum og því ekki háð stöðugu netsambandi. Þannig geta nemendur alltaf haft aðgang að gögnum sínum.
Appið skiptist upp í fjóra aðal hluta: Veitan, sem er miðja appsins og vinnur sniðugar niðurstöður úr gögnunum sem geymd eru á símanum; Stundatafla sem sýnir stundatöflu nemandans; Verkefni sem sýnir öll verkefni nemandans og svo Önnin sem sýnir tölfræði annarinnar, hvaða áfanga nemandi er skráður og helsta efni hans. Markmið appsins er að fá nemendur til að nota það sem sína helstu upplýsingaveitu á meðan skólagöngunni stendur yfir.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Lokaskyrsla.pdf | 2.5 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |