is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23989

Titill: 
 • Mótefnalitanir í þvagfæraþekjukrabbameinum. Styðja mótefnin GATA3, Ki67, UPII og UPIII greiningu?
 • Titill er á ensku Immunohistochemistry in urothelial carcinoma. Are GATA3, Ki67, UPII and UPIII helpful markers for diagnosis?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Inngangur. Krabbamein í þvagvegum og þvagblöðru eru 5% allra illkynja æxla. Þvagfæraþekjukrabbamein eru algengust þeirra, um 90%. Meðal áhættuþátta eru reykingar og starfsumhverfi með arómatískum efnum, auk þess er munur á tíðni hjá körlum og konum (3-4:1). Helsta greiningaraðferð fyrir þvagfæraþekjukrabbamein er blöðruspeglun. Auk þess eru tekin vefjasýni til vefjagreiningar. Þvagfæraþekjukrabbameinum má skipta í forstigsæxli, totótt (lággráðu eða hágráðu) eða flöt, og ífarandi æxli. Auk vefjaútlits geta mótefnalitanir nýst til að staðfesta gerð og uppruna æxlisvaxtar. Sértækt mótefni fyrir þvagfæraþekju, Uroplakin (UP) III, hefur verið prófað á meinafræðideild Landspítala (LSH) en ekki þótt nægilega næmt. Rannsóknir hafa sýnt að mótefni gegn GATA bindipróteini (GATA) 3 og UPII geti verið næmari fyrir þvagfæraþekjukrabbameinum og að gráðu þeirra megi meta með Ki67 mótefni. Markmið þessa verkefnis var að meta næmi og sértækni mótefnanna GATA3, UPII og UPIII fyrir þvagfæraþekjukrabbameinum með tilliti til gráðu (lággráðu og hágráðu) og íferðar, í samanburði við blöðruhálskirtilskrabbamein, flöguþekjukrabbamein í leghálsi og tærfrumukrabbamein í nýrum. Einnig að meta hvort munur væri á fjölda Ki67 jákvæðra fruma (Ki67 LI) eftir gráðu og íferð þvagfæraþekjukrabbameina.
  Efni og aðferðir. Vefjasýni úr lífsýnasafni LSH voru notuð í rannsóknina. Tissue micro array (TMA) kubbar voru útbúnir úr 150 þvagfæraþekjukrabbameinum og 75 samanburðaræxlum. Prófaðar voru aðferðir fyrir GATA3 og UPII mótefni. Sneiðar úr TMA kubbum voru litaðar með hematoxylin og eosin (HE) litun og mótefnalitaðar með fjórum mótefnum (GATA3, UPII, UPIII og Ki67) með staðlaðri tveggja þrepa fjölliðu aðferð. Sýni voru metin með smásjárskoðun með tilliti til styrks og dreifingar litunar í æxlisfrumum (GATA3, UPII og UPIII) og Ki67 LI (Ki67).
  Niðurstöður. Prófun á mótefnunum GATA3 og UPII sýndi að þynningarnar 1:200 og 1:50 gáfu bestar niðurstöður. Þvagfæraþekjuæxli af lágri gráðu hentar vel sem viðmiðunarsýni fyrir bæði mótefnin. GATA3 mótefnið er jákvætt í 97,3% þvagfæraþekjuæxla og sértækni þess er 66,2%. Flest þvagfæraþekjuæxli (80%) litast sterkt með mótefninu. Nokkur blöðruhálskirtilskrabbamein (24%) og mörg leghálskrabbamein (79%) voru veikt jákvæð en engin tærfrumukrabbamein úr nýrum. UPII og UPIII mótefnin eru næm fyrir 72,8% og 69,6% þvagfæraþekjuæxla og sértækni beggja reiknaðist 100% því öll samanburðaræxli voru neikvæð. Marktækur munur er á næmi GATA3 samanborið við UPII (p<0,0001) og UPIII (p<0,0001) en ekki á næmi UPII samanborið við UPIII (p=0,4725). Meðaltals Ki67 LI hjá lággráðu æxlum er 12,6% og 24,6% hjá hágráðuæxlum og 41,1% hjá ífarandi æxlum (p<0,0001) en dreifing er mikil innan allra flokka.
  Ályktanir. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að mótefni gegn GATA3 og UPII geti hentað vel til að greina þvagfæraþekjuuppruna æxla vegna hás næmis þess fyrrnefnda og mikillar sértækni þess síðarnefnda. Sterk litun með GATA3 mótefninu gefur sterka vísbendingu um þvagfæraþekjuæxli. Vegna ósértækrar kjarnalitunar með UPIII mótefni hentar UPII betur þó næmi þeirra og sértækni sé það sama. Þrátt fyrir að marktækur munur sé á fjölda Ki67 jákvæðra fruma eftir gráðu og íferð þvagfæraþekjuæxla þá gerir mikil dreifing innan allra æxlisgerða það að verkum að mótefnið nýtist ekki eitt og sér til að flokka æxlin en gæti gefið vísbendingu í vafatilfellum.

 • Útdráttur er á ensku

  Introduction. About 5% of all cancers occur in the urinary tract. Urothelial carcinoma is the most common, 90%. Tobacco smoking and occupational exposure of aromatic chemicals are the biggest risk factors for these types of cancers. Also, men are over thrice as likely as women of getting urothelial carcinoma (3-4:1). Diagnosis is made by cytoscopy and histological examination of biopsies. Urothelial carcinomas are classified into non invasive carcinomas, papillary (low grade and high grade) or non-papillary, and invasive carcinomas. Immunohistochemical stainings can be useful to confirm the type of tumors. An urothelial specific antibody, Uroplakin (UP) III, has been tested in the pathology department of Landspítali (LSH) but the sensitivity is rather low. Two new antibodies, GATA binding protein (GATA) 3 and UPII have been tested by others and seem to have better sensitivity. It is also thought that the Ki67 antibody may be useful to determine the grade of urothelial carcinomas as a marker of proliferation. The aims of this study was to find out the sensitivity and specifity for GATA3, UPII and UPIII antibodies in low grade, high grade and invasive tumors, in comparsion to prostate cancer, squamous cell carcinoma of cervix and clear cell renal cell carcinoma. Also to see if there is difference in the ratio of Ki67 positive cells (Ki67 LI) with respect to grade and invasiveness.
  Materials and methods. Tumor samples from the LSHs archives were used in this study. Tissue micro array (TMA) blocks were made from 150 urothelial carcinoma (50 samples form each group) and 75 comparative tumors (25 samples from each group). Methods for immunohistochemical staining with GATA3 and UPII antibodies were tested. Sections from TMA-blocks were stained with heamaoxylin and eosin (HE) and immunohistochemicaly stained for GATA3, UPII, UPIII and Ki67 with a two step polymer visualisation system. Sections were evaluated using light microscopy and graded according to intensity and proportion of positive cells.
  Resaults. Method testing for GATA3 and UPII showed that dilutions 1:200 and 1:50 respectively gave best resaults. Low grade urothelial cancer is a proper control for both antibodies. GATA3 antibody has sensitivity of 97,3% for urothelial cancer and specifity of 66,2%. Few prostatic cancers (24%) and many cervical cancers (79%) positive but none clear cell renal cell carcinomas. The staining in the control group was week opposite to the urothelial tumors (80%). UPII and UPIII have sensitivity of 72,8% and 69,6% for urothelial cancer and specifity for both is 100% since all comparative samples are negative. There is significant different between sensitivity of GATA3 compared to UPII (p<0,0001) and UPIII (p<0,0001) but not between UPII and UPIII (p=0,4725) Mean Ki67 LI for low grade cancers is 12,6%, 24,6% for high grade cancers and 41,1% for invasive cancers (p<0,0001) but distribution within groups is wide.
  Conclusions. Immunohistochemical stainings show that GATA3 and UPII can be useful antibodies to confirm urothelial origin of cancers due to GATA3’s sensitivity and UPII’s specifity. Strong staining with GATA3 antibody is a strong indicator for urothelial carcinoma. Because of unspecifc nuclear stainings with UPIII antibody, UPII is a better choice. Although there is significant difference between the average number of Ki67 positive cells when comparing urothelial tumors of different grades and invasiveness the distribution of Ki67 LI within each group is wide. Therefore Ki67 LI is not reliable indicator of grade or invasiceness.

Samþykkt: 
 • 19.4.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23989


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð.pdf2.48 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_HelgaSigrún.pdf412.38 kBLokaðurYfirlýsingPDF