Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2399
Í þessari ritgerð verður skoðuð tengsl á milli ákveðinna sjónvarpsstöðva og hvað börn- og unglinga velja sér til tómstundarstarfs. Fjallað verður almennt um fjölmiðla, eigendur þeirra, styrk og vald þeirra og áhrif þeirra. Verður farið hratt yfir sögu tómstundastarfs á Íslandi og skoðað hvað börn- og unglingar hafa helst sótt í. Gögnin sem stuðst verður við eru úr rannsókninni Börn og sjónvarp frá árinu 2003. Voru lagðir spurningalistar fyrir nemendur úr 5.- 10. bekk í sjö grunnskólum í Reykjavík, fjórum á Akureyri og tveim í Vestmannaeyjum. Skoðuð verða tengsl sem að myndast á milli tómstundastarfs eftir því hvort að börn- og unglingar séu í líkamlegri hreyfingu, tónlist eða í annarskonar félagsstarfi í frístundum sínum og hvort að þau horfa á Sýn, Popptíví eða á RÚV. Stuðst verður við niðurstöðurnar út frá Ræktunarkenningu George Gerbners.
Í niðurstöðunum virðast tengsl eiga sér stað. Allt bendir til þess að þeir sem að eru í líkamlegri hreyfingu eru líklegri til að horfa á Sýn, þeir sem að fást við tónlista tómstundir eru líkleg til að horfa á Popptíví og þeir sem að eru í annarskonar tómstundum eru líkleg til þess að horfa á RÚV.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
heild_fixed.pdf | 409.65 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |