is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23990

Titill: 
  • Hver er þetta? Crowdsourcing á íslenskum ljósmyndasöfnum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er hugtakið crowdsourcing tekið til skoðunar og hvernig hugtakið hefur verið notað í tengslum við menningararf. Kynntar eru niðurstöður eigindlegrar rannsóknar sem gerð var á sjö íslenskum ljósmyndasöfnum til þess að komast að því hvernig söfnin hafa verið að nota crowdsourcing í sínum störfum. Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að íslensk ljósmyndasöfn hafa aðallega verið að notast við flokk crowdsourcing sem falla í flokkinn „að setja hluti í samhengi“ og þannig nýtt almenning til þess að aðstoða við greiningu á ljósmyndum. Söfnin hafa nýtt sér Internetið við þessa vinnu en þó eru aðrar aðferðir algengari. Þessar aðferðir eru teknar til skoðunar og því velt upp hvort íslensk ljósmyndasöfn gætu nýtt sér fleiri tegundir crowdsourcing í sínum störfum. Einnig eru kynntar niðurstöður tilraunaverkefnis sem unnið var í samstarfi við Íslenska bæinn en verkefnið fólst í því að nota crowdsourcing til þess að safna ljósmyndum frá almenningi sem sýna innviði baðstofa. Verkefnið fékk ekki mikla svörun en farið er yfir hvaða áhrifaþættir gætu hafa valdið því.

Samþykkt: 
  • 19.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23990


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð_MA.pdf1.74 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Guðmunda.pdf306.27 kBLokaðurYfirlýsingPDF