is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/23992

Titill: 
  • Andóf: Tónlist sem byltingartæki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tónlist er órjúfanlegur þáttur mannlegrar tilveru og getur gefið okkur einstaka innsýn í samfélag manna. Í þessari ritgerð eru birtingarmyndir tónlistar sem tæki til andófs skoðaðar, ásamt flóknum tengslum tónlistar við vald. Tilraun er gerð til að vekja athygli á mikilvægi tónlistar í andspyrnu, ásamt því að ítreka mikilvægi hennar sem viðfangsefni í mannfræði. Kenningar mannfræðinganna James C. Scott (1985), Lilu Abu-Lughod (1990), Sherry B. Ortner (2006), sem og kenningar Jacques Attali (1985) og Christopher Small (1998), liggja þar til grundvallar. Sjöundi áratugur tuttugustu aldar er notaður sem dæmi, og athyglinni sérstaklega beint að réttindabaráttu svartra Bandaríkjamanna (e. civil rights movement), en sá áratugur endurspeglar flókið samspil valds, andófs og tónlistar á einstakan hátt. Einnig er litið til samtímans og breytinga sem hafa orðið á notkun tónlistar sem tæki til andófs, sérstaklega með tilkomu internetsins og annarra tækninýjunga. Hlutverk fyrirferðamikilla samtíma tónlistarmanna, til að mynda Beyoncé, í andófi og valdatafli tónlistar, er einnig rætt. Grundvallarmarkmið verkefnisins er að vekja athygli á krafti tónlistar sem tæki til andófs og að opna fyrir frekari umræður um málefnið, sérstaklega innan mannfræðinnar.

Samþykkt: 
  • 19.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23992


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
AnnaDúna-BA.pdf360,89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_AnnaDúna.pdf320,77 kBLokaðurYfirlýsingPDF