is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23993

Titill: 
  • Tengsl reglulegrar hreyfingar við sjálfstraust. Spáir regluleg hreyfing fyrir um sjálfstraust ungmenna í 10. bekk?
  • Titill er á ensku The link between physical exercise and self-esteem. Does regular physical exercise promote self-esteem among 15-16 year old students?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Umræðan um mikilvægi sjálfstrausts hefur farið vaxandi síðustu áratugi þar sem mikið sjálfstraust er talið vera tengt aukinni vellíðan með jákvæðum hætti en tengist neikvætt áhættuhegðun. Að sama skapi hafa margar rannsóknir beinst að meintu mikilvægi hreyfingar í forvörnum og við meðferð á líkamlegum og andlegum sjúkdómum eins og hjarta- og æðasjúkdómum og þunglyndi. Þessi rannsókn beinir augum að unglingum í 10. bekk og er markmið hennar að athuga hvort regluleg hreyfing unglinga við upphaf skólaárs í 10. bekk spái jákvætt fyrir um mat á sjálfstrausti þeirra við lok skólaárs. Unglingar á þessum aldri standa á tímamótum í lífi sínu þegar grunnskóla lýkur. Við tekur nýtt tímabil og þurfa unglingar þá að standast ýmsar freistingar, vilji þeir halda sér á beinni braut. Mikilvægt er að efla sjálfstraust þeirra og þess vegna vert að skoða hvort aukin hreyfing geti verið ein leið til að auka sjálfstraust. Til eru rannsóknir sem hafa sýnt fram á jákvæð áhrif reglulegrar hreyfingar á sjálfstraust og leitaðist þessi rannsókn við að staðfesta þessar niðurstöður og jafnframt því að setja fordæmi fyrir rannsóknum á slíkum áhrifum hjá þessum aldurshópi hér á landi. Rannsóknin notaðist við gögn sem fengin voru úr þriðju og fjórðu gagnasöfnun úr megindlegri langtímarannsókn frá 2014 þar sem hópi ungmenna var fylgt í tvö skólaár, frá byrjun 9. bekkjar fram til loka 10. bekkjar. Þátttakendur voru 561 grunnskólanemandi fæddir árið 1998. Einföld aðfallsgreining var framkvæmd þar sem regluleg hreyfing var frumbreyta og sjálfstraust fylgibreyta og fengust marktæk tengsl með skýringarhlutfallið 7,2% sem þýðir að regluleg hreyfing skýri 7,2% í heildarbreytileika dreifingar sjálfstrausts. Staðlaður hallastuðull mældist 0,267 og þýðir það að verði breyting upp á eitt staðalfrávik í reglulegri hreyfingu þá breytist staðalfrávik sjálfstrausts um 0,267. Áhrif reglulegrar hreyfingar á sjálfstraust ungmenna eru því jákvæð og forspáin í meðallagi. Þýðingar niðurstaðna eru ræddar, auk þess sem farið er yfir mögulegar ástæður áhrifa sem regluleg hreyfing hefur á sjálfstraust unglinga.

Samþykkt: 
  • 20.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/23993


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
agnar_bsritgerd_2016_loka.pdf548.52 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna