is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23994

Titill: 
 • Titill er á ensku Comparison of protocols for multiple myeloma and its precursor diseases
 • Samanburður greiningaprófa fyrir mergæxli (multiple myeloma) og forstig þess
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Plasma cells (PCs) are antigen producing B cells that develop from hematopoietic stem cells. The main site for B cell and PC maturation is the bone marrow, spleen, and lymph nodes. PCs are the functional active cells of the B cell maturation lineage, and secrete antibodies. PC maturation needs to be highly controlled otherwise a serious pathological condition can occur like multiple myeloma.
  Multiple myeloma is defined as elevated clonal bone marrow PCs or extramedullary plasmacytoma together with end-organ damage (CRAB criteria), ≥60% clonal bone marrow PCs or abnormal free light chain ratio. Monoclonal gammopathy of undetermined significance (MGUS) and smoldering myeloma are precursor forms of multiple myeloma. Non-IgM-MGUS, IgM-MGUS, and light chain monoclonal gammopathy, are disorders categorized as MGUS. Smoldering myeloma is defined by an elevated monoclonal protein concentration of IgG or IgA type, or elevated urinary monoclonal protein concentration, 10-60% clonal bone marrow PCs, with the absence of the end-organ damage.
  The aim of this project is to compare protocols for multiple myeloma and its precursor diseases MGUS and smoldering myeloma in bone marrow samples, on aspirate smear, in biopsy sections, and by flow cytometry. To examine the proportion of normal and abnormal PCs within the bone marrow (abnormal PC/BMPC) compartment by flow cytometry, and compare it to the aspirates and biopsy and finally to compare samples analyzed in different flow cytometers, FACS Cal and MACS Quant.
  The results showed a highly significant correlation, between different flow cytometers. The comparison between flow cytometry and morphology showed fewer PCs obtained by flow cytometry than morphology. The correlation between flow cytometry and bone marrow aspirate was not significant and there was no relationship between these two methodologies. In the case of flow cytometry and biopsy, as well as aspirate/biopsy there was a significant but weak correlation. The discrimination between the ratio of normal and abnormal PCs obtained with flow cytometry was not successful.
  Immunophenotypic analysis and the use of flow cytometry for characterization, diagnosis and MRD analysis of malignant hematological diseases have become an important analyzing method in modern laboratories. For an efficiency of the PC burden in patients with multiple myeloma, smoldering myeloma and MGUS which are important for prognosis and outcome for patients, further analysis is needed.

 • Plasma frumur framleiða mótefni og tilheyra B eitilfrumum (B frumur). Þær þroskast út frá stofnfrumum í beinmerg. Þroskun B eitilfruma og plasma fruma á sér aðallega stað í beinmerg, milta og eitlum. Þroskun þeirra þarf að lúta ströngu eftirliti svo ekki fari illa, annars geta hlotist af alvarlegir sjúkdómar eins og til dæmis mergæxli.
  Mergæxli er skilgreint sem hækkun illkynja plasma fruma í beinmerg, utan beinmergs plasmafrumuæxli (extramedullary plasmacytoma), ásamt einu eða fleiri eftirfarandi viðmiða; kalsíum hækkun í blóði, blóðleysi, nýrnabilun eða sáramyndun í beinum (CRAB einkenni), eða ≥60% illkynja plasma frumur í beinmerg, óeðlilegt hlutfall af léttum keðjum. Mergæxli þróast út frá einkennalausri góðkynja einstofna mótefna-hækkun í blóði (monoclonal gammopathy of undetermined significance (MGUS)) og mallandi mergæxli (smoldering myeloma). MGUS er einkennalaust og skiptist í: non-IgM MGUS, IgM MGUS og MGUS með léttum keðjum. Mallandi mergæxli er einnig einkennalaust og skilgreint út frá hækkandi styrk einstofna mótefnis í blóði af gerðinni IgG eða IgA, ásamt hækkun einstofna mótefna í þvagi og 10-60% illkynja plasma fruma í beinmerg.
  Tilgangur þessa verkefni var að bera saman mismunandi greiningapróf fyrir mergæxli og forstig þess MGUS og mallandi mergæxli í beinmergs sýnum, í stroki úr beinmerg, með vefjalitun og með mótefnalitun fyrir frumuflæðigreiningu. Sérstök undirmarkmið verkefnisins voru að skoða hlutfall illkynja plasmafruma af heildarfjölda plasmafruma í beinmerg sem fæst með frumuflæðigreiningu og bera saman við hlutfall plasma fruma sem fæst í beinmergsstroki og með vefjalitun. Einnig að bera saman sýni keyrð í tveimur mismunandi frumuflæðisjám, í FACS Cal og MACS Quant.
  Helstu niðurstöður voru þær að sterk jákvæð fylgni var á milli tveggja frumuflæðisjáa. Mun færri plasma frumur fengust með frumuflæðisjá heldur en beinmergsstroki og vefjalitun. Engin fylgni var á milli frumuflæðigreiningar og beinmergsstroks. Á milli frumuflæðigreiningar og vefjalitunar var veik fylgni, sem og á milli beinmergsstroks og vefjalitunar. Aðgreining á hlutfalli illkynja plasma fruma af heildarfjölda plasma fruma í beinmerg, með frumuflæðigreiningu gekk ekki sem skyldi.
  Mótefnalitun fyrir greiningu og eftirfylgni illkynja blóðsjúkdóma með notkun frumuflæði eru orðnar mikilvægar í nútíma rannóknastofum. Mikilvægt er að geta fylgst með fjölgun illkynja plasma fruma hjá sjúklingum með MGUS, mallandi mergæxli og mergæxli upp á framgang og horfur sjúkdómsins. Til þess að svo geti orðið þarf frekari rannsókna við.

Samþykkt: 
 • 20.4.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23994


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF.Erla Bragadóttir.Ritgerd.22.04.2016.pdf912.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Erla_Bragad.pdf424.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF