is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/23995

Titill: 
 • Titill er á ensku Antimicrobial expression in keratinocytes
 • Tjáning varnarpeptíða í hyrnisfrumum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Sóri er algengur bólgusjúkdómur með alvarlega fylgikvilla og minnkuð lífsgæði. Meðal þeirra þátta er einkenna meingerð sóra er aukin tjáning á varnarpeptíðum ónæmiskerfisins. Varnarpeptíðið LL-37 er mikilvæg vörn gegn sýkingum jafnt sem ræsingu ónæmiskerfisins og er stór partur af ósérhæfðu ónæmissvari húðar. Í sóra er tjáning þess stórlega aukin og er tengd viðhaldi bólgusvörunar í húðinni. Tjáningarmynstur LL-37 í húð sórasjúklinga hefur ekki verið sýnt áður. Þekking á hlutverki og dreifingu tjáningar LL-37 í húð sórasjúklinga ásamt mögulegu sambandi við alvarleika sjúkdóms eða tjáningu annarra bólguboðefna gæti því leitt til aukins skilnings á sjúkdómnum.
  Húðsýni voru fengin frá sórasjúklingum sem tóku þátt í rannsókn um áhrif Bláa Lóns meðferðar á skellusóra. Sjúklingum var skipt í þrjá hópa sem hver fékk mismunandi meðferð. Einn hópur fékk innlagnarmeðferð í Bláa Lóninu ásamt NB-UVB meðferð, annar hópurinn fékk göngudeildarmeðferð í Bláa Lóninu ásamt NB-UVB meðferð og sá þriðji fékk einungis NB-UVB meðferð sem viðmið við hina tvo. Húðsýnum var safnað með húðsýnapenna fyrir og eftir 6 vikna meðferð. Psoriasis Area Severity Index (PASI) gildi var metið fyrir og eftir meðferð ásamt Trozak gildi hvers sýnis, sem segir til um sjúkdómseinkenni í vef. Sýnin voru síðan fryst í OCT, skorin í örþunnar sneiðar og merkt með flúrljómandi mótefni gegn LL-37 sem og IL-10. Einnig var fjöldi CD3+, CD4+ og CD8+ T-frumna í húð fyrir og eftir innlagnar meðferð annars vegar og NV-UVB meðferð hinsvegar ákvarðaður með vefjalitun.
  Fjöldi CD3+, CD4+ og CD8+ T-frumna lækkaði marktækt í hópnum sem lagðist inn í Bláa Lónið (p=0.0255, 0.0282 and 0.0234) og sýnir fylgni við Trozak gildi sýnanna (p=0.0016, 0.0077 and 0.0004). Ekki fékkst tölfræðilega marktæk fylgni milli fjölda T-frumna og PASI gildis. Fjöldi CD4+ T-frumna lækkaði einnig marktækt í NB-UVB hópnum (p=0.0089) en tilhneiging var til fækkunar á CD3+ og CD8+ T frumum án þess að ná tölfræðilegu marktæki (p=0.0600 og 0.0727).
  Engin breyting sást á tjáningu IL-10 fyrir og eftir meðferð, hvorki með einkunnakerfinu (p=0.8422) né með notkun ImageJ til magngreiningar (p=0.3394).
  Staðsetning LL-37 litunar í húð sýnir tölfræðilega marktæka fylgni með Trozak gildi sjúklinga (p<0.0001) en fylgni við PASI gildi nær ekki tölfræðilegu marktæki (p=0.1248) með notkun einkunnakerfisins. Við upphaf meðferðar sýndu einstaklingar samfellda/dreifða LL-37 tjáningu í húð frá yfirborði hornlags alla leið niður í neðri frumulög yfirhúðar (stratum spinosum). Í þeim tilfellum þar sem sjúkdómseinkenni minnkuðu eftir meðferð var tjáningarmynstrið orðið allt annað og takmarkaðist við neðsta lag epidermis, þ.e stratum basale. Þetta tjáningarmynstur sést einnig í heilbrigðu sýni sem fengið var til viðmiðs.
  Samkvæmt okkar niðurstöðum er það greinilegt að fjöldi T-frumna í húð sórasjúklinga lækkar með meðferð sem er í samræmi við gögn sem hópurinn okkar hefur gefið út sem sýnir lækkun í T-frumum í blóði sjúklinga eftir meðferð. Sú niðurstaða að IL-10 tjáningin hafi ekkert breyst við meðferð kemur á óvart þar sem við hefðum búist við að sjá aukna tjáningu eftir meðferð. Gögnin sem fengust í þessari rannsókn sýna að greinileg breyting er á LL-37 tjáningarmynstri þegar sjúkdómseinkenni minnka. Þessi staðsetning LL-37 í neðsta frumulaginu hefur ekki verið sýnd áður.

 • Útdráttur er á ensku

  Psoriasis is a common chronic skin disease accompanied by many comorbidities and a reduced quality of life. One of the factors defining the pathogenesis of psoriasis is the increased expression of antimicrobial peptides of the innate immune system. The antimicrobial peptide LL-37 is an important defender against infection while also playing a part in activating the immune system in the skin. In psoriasis, expression of this peptide is greatly increased in the skin and is connected to the maintenance of the inflammatory cycle. Expression patterns of LL-37 in psoriatic lesions have not been determined before. Knowledge of the location and distribution of the expression of LL-37 in the skin of psoriasis patients along with potential correlation with clinical scores or expression of other inflammatory markers might lead to increased understanding of the pathophysiology of the disease.
  Skin samples were obtained from psoriasis patients participating in a study on the effects of the Blue Lagoon psoriasis treatment. Patients were randomly divided into three different treatment groups. One group received an in–patient treatment at the Blue Lagoon spa along with NB-UVB treatment, one group received out-patient treatment at the Blue Lagoon spa clinic along with NB-UVB treatment and the third group received NB-UVB treatment alone as a control. Punch biopses were collected from patients before and after 6 weeks of treatment. Psoriasis Area Severity Index (PASI) was determined for the samples at each time point along with the histological Trozak score. The samples were then frozen and cryosectioned before immunohistochemistry was performed. Samples were stained with a fluorescent antibody against LL-37 and IL-10. The number of CD3+, CD4+ and CD8+ T-lymphocytes was also determined before and after in-patient treatment and NB-UVB treatment alone using immunohistochemistry.
  The number of CD3+, CD4+ and CD8+ T-cells was significantly reduced in patients receiving the in-patient Blue Lagoon treatment (p=0.0255, 0.0282 and 0.0234 respectively) and showed correlation with the Trozak score of the patients (p=0.0016, 0.0077 and 0.0004 respectively) while no statistically significant correlation was seen between T-cell numbers and PASI score. The NB-UVB group showed a significant reduction in CD4+ T-cells (p=0.0089) and a trend for reduction in CD3+ and CD8+ T-cells without reaching statistical significance (p=0.0600 and 0.0727 respectively).
  No change was seen in the expression of IL-10 before and after treatment using a grading system (p=0.8422) or the ImageJ software (p=0.3394) for quantification.
  The expression pattern of LL-37 shows significant correlation with the Trozak scores of patients (p<0.0001) while a correlation between expression pattern and PASI score did not reach statistical significance (p=0.1248) using the grading system for LL-37 expression. At the start of treatment the expression of LL-37 is diffused throughout the epidermis, from the horny layer (stratum corneum) down to the lower cell layers. The expression pattern in patients showing progress in disease severity after treatment changed to basal layer (stratum basale) only. This basal layer expression was also seen in the one healthy control sample we had.
  Thus, according to this study it is clear that the number of T-cells in the skin of psoriasis is reduced following treatment. This is in accordance with previously published data including work done by our group showing a reduction in circulating T-cell numbers. The lack of change in IL-10 expression before and after treatment came as a surprise as we would have expected an increase in expression. The data obtained in this study also makes it clear that LL-37 expression changes as histological severity goes down. The localization of LL-37 in the basal layer of the epidermis after treatment has not been demonstrated before.

Samþykkt: 
 • 20.4.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/23995


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Antimicrobial expression in keratinocytes.pdf1.62 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
EvaÖsp.pdf290.02 kBLokaðurYfirlýsingPDF