is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/240

Titill: 
 • Algengi lyfjamistaka meðal hjúkrunarfæðinga á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna algengi, tegundir og orsakir lyfjamistaka meðal hjúkrunarfræðinga á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Jafnframt var ætlunin að fá upp¬lýsingar um hvað hjúkrunarfræðingarnir teldu að hægt væri að gera til úrbóta, þ.e. hvernig fækka mætti lyfjamistökum.
  Við framkvæmd rannsóknarinnar var notuð megindleg, lýsandi rannsóknaraðferð (quantitative research) sem felur í sér formfast, hlutbundið og kerfisbundið ferli þar sem töl¬fræðilegar upplýsingar eru notaðar til að fá upplýsingar um heiminn. Við úrvinnslu gagna var notast við hugbúnaðinn Statistical Package for the Social Sciences (SPSS) sem er tölfræði¬forrit sem notað er við útreikninga spurningakannana. Einnig var töflureiknirinn Excel notaður við uppsetningu á skífu- og súluritum.
  Úrtakið var 114 hjúkrunarfræðingar sem starfandi voru á legu- og bráðadeildum FSA. Afhentir voru 114 spurningalistar, 98 listar skiluðu sér til baka sem er 85,9% þátttöku¬hlutfall.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að 65% þátttakenda hafði einhvern tíma gert lyfjamistök á meðan 35% þeirra hafði aldrei gert mistök. Hlutfall þeirra þátttakenda sem gert hafði lyfjamistök síðastliðna 12 mánuði var 31%. Sextíu og tvö prósent þátttakenda hafði gert 1-3 mistök á áðurnefndu tímabili og átti meirihluti þessara mistaka sér stað á morgun¬vöktum á virkum dögum. Algengasta tegund lyfjamistaka var að gefa sjúklingi lyf á röngum tíma eða í 67% tilfella. Aðal orsök mistakanna að mati hjúkrunarfræðinganna var mikið álag og undirmönnun og að þeirra mati var jafnframt helsta leiðin til úrbóta sú að lyfjafyrirmæli lækna væru skýrt skrifuð og læsileg.
  Af niðurstöðum rannsóknarinnar draga rannsakendur þá ályktun að lyfjamistök séu tiltölulega algeng. Þá virðist skráningu þeirra vera ábótavant og getur orsökin hugsanlega verið sú að skriflega skilgreiningu, á því hvað telst til lyfjamistaka, vantar. Opna þarf umræðu um þetta viðkvæma málefni sem miðar að því að koma auga á hvað betur má fara í vinnubrögðum og skipulagi lyfjagjafa.
  Lykilhugtök: Lyf - Lyfjamistök – Lyfjamistök meðal hjúkrunarfræðinga – Rannsóknir á lyfjamistökum

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2003
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/240


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lyfjamistok.pdf2.03 MBTakmarkaðurAlgengi lyfjamistaka meðal hjúkrunarfæðinga á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri - heildPDF
lyfjamistok-e.pdf140.01 kBOpinnAlgengi lyfjamistaka meðal hjúkrunarfæðinga á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
lyfjamistok-h.pdf147.87 kBOpinnAlgengi lyfjamistaka meðal hjúkrunarfæðinga á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri - heimildaskráPDFSkoða/Opna
lyfjamistok-u.pdf113.43 kBOpinnAlgengi lyfjamistaka meðal hjúkrunarfæðinga á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri - útdrátturPDFSkoða/Opna