is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24002

Titill: 
  • Tengsl hæfni og þátttöku ungmenna í íþróttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl þátttöku ungmenna í íþróttum og hæfni. Hæfni er einn undirþáttur hugmynda um farsæla þroskaframvindu sem leggur áherslu á að stuðla að styrkleikum unglinga. Tilgáta rannsóknarinnar var að þátttaka í íþróttum við upphaf 10. bekkjar mynd spá jákvætt fyrir um hæfni við lok 10. bekkjar. Þýði rannsóknar voru ungmenni í skólum á höfuðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Úrtakið var 561 nemandi í 10. bekk (meðalaldur = 15,3 ár). Spurningarlistinn var lagður fyrir sama hópinn haustið 2013 (n = 505) og vorið 2014 (n = 469). Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að þátttaka í íþróttum að hausti hafði marktækt forspárgildi fyrir aukinni hæfni að vori. Þær gefa til kynna að eftir því sem unglingar taka oftar þátt í íþróttum á viku, því hæfari telja þeir sig vera. Niðurstöður eru í samræmi við fyrri rannsóknir, sem sýna fram á ágæti þess að taka þátt í íþróttum og jákvæð tengsl við hæfni. Framtíðarrannsóknir ættu að kanna áhrif íþrótta í tengslum við aðra þætti farsæls þroska til þess að fá skýrari mynd af áhrifum þátttöku í íþróttum tengdum styrkleikum ungmenna. Að auki væri áhugavert að kanna hvaða þættir íþróttastarfs hafi tengsl við skynjaða hæfni ungmenna.

Samþykkt: 
  • 25.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24002


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS ÍHS lokaútgáfa.pdf631.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna