en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24005

Title: 
 • is Sameining skattyfirvalda út frá sjónarhóli starfsmanna. Embætti ríkisskattstjóra og skattstofur
Submitted: 
 • June 2016
Abstract: 
 • is

  Í þessari ritgerð er rannsökuð sameining embættis ríkisskattstjóra og skattstofanna út frá sjónarhóli starfsmanna embættanna. Rannsóknarefnið fellur innan fræðasviðs breytingastjórnunar.
  Meginmarkmið rannsóknarinnar er að kanna, með hliðsjón af fræðasviði breytingastjórnunar, hvernig staðið var að sameiningu embættis ríkisskattstjóra og skattstofanna á Íslandi út frá sjónarhóli starfsmanna þessara embætta og hvernig upplifun þeirra var á breytingaferlinu. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð og voru viðtöl tekin við sex starfsmenn sem höfðu verið starfandi hjá embættunum meðan á breytingaferlinu stóð.

  Rannsóknarniðurstöðurnar bentu í meginatriðum til þess, að sameiningin gekk mjög vel fyrir sig í alla staði. Þá má nefna að helstu atriðum sem fræðimenn telja að geti leitt til árangursríkrar breytingastjórnunar var fylgt eftir af hálfu stjórnenda sameiningarinnar, sérstaklega í ljósi þess að kappkostað var af þeirra hálfu að leggja áherslu á mikilvægi starfsmanna embættanna með því að stuðla m.a. að virkri þátttöku þeirra í sameiningarferlinu. Upplifun starfsmanna á sameiningunni var jafnframt mjög jákvæð.

Description: 
 • is Viðskiptafræðideild hefur samþykkt lokaðan aðgang að þessari ritgerð í 10 ár.
Accepted: 
 • Apr 25, 2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24005


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sameining skattyfirvalda út frá sjónarhóli starfsmanna.pdf949.62 kBLocked Until...2026/04/22HeildartextiPDF