is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24007

Titill: 
 • Skerðingarákvæði fæðingarorlofslaga
 • Titill er á ensku Entitlement reduction provisions of the Act on Maternity/Paternity Leave and Parental Leave No. 95/2000
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof nr. 95/2000 eiga foreldrar á vinnumarkaði annars vegar rétt til fæðingarorlofs, þ.e. leyfis frá launuðum störfum, og hins vegar rétt til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Rétturinn til greiðslna úr Fæðingarorlofssjóði er þannig leiddur af réttinum til fæðingarorlofs. Í þeim tilgangi að tryggja að foreldrar fái ekki hærri greiðslur úr sjóðnum en þeim ber hefur löggjafinn falið Vinnumálastofnun að hafa eftirlit með framkvæmd laganna. Þá hafa verið lögfestar tilteknar skerðingarreglur, endurkröfuákvæði og viðurlagaákvæði vegna brota á lögunum.
  Í ritgerðinni er leitast við að greina framangreind lagaákvæði með de lege feranda sjónarmið í huga m.a. með hliðsjón af þeim álitaefnum sem reynt hefur á við framkvæmdina. Þá eru tillögur lagðar fram til úrbóta á löggjöfinni þar sem við á. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru:
  Í fyrsta lagi að brýn þörf sé á að taka til endurskoðunar eftirlitsákvæði laganna. Þannig þurfi að kveða á um í hverju eftirlitshlutverk Vinnumálastofnunar skuli fólgið með skýrum og ótvíræðum hætti, þ.m.t. hvaða háttsemi skuli hafa eftirlit með, hvernig eftirlitinu skuli háttað og hvaða afleiðingar tiltekin háttsemi kunni að hafa í för með sér fyrir foreldri.
  Í öðru lagi að orðalag skerðingarákvæða laganna og ákvæðis um ósamrýmanleg réttindi hafi leitt til túlkunarvanda. Þá taki ákvæðin frekar til aðstæðna foreldra sem eru í fæðingarorlofi í heilan mánuð en síður til aðstæðna foreldra sem taka fæðingarorlof hluta mánaðar. Loks sé í skerðingarákvæðunum eða öðrum ákvæðum laganna ekki mælt fyrir um þá háttsemi sem lýst er í lögskýringargögnum að foreldrar verði að leggja niður störf á þeim tíma er þeir nýta rétt sinn.
  Í þriðja lagi að betur færi á því að löggjafinn myndi kveða með skýrum og ótvíræðum hætti á um í endurkröfuákvæði laganna hvaða tilvik geti leitt til endurgreiðsluskyldu foreldris.
  Í fjórða lagi að brýn þörf sé á að taka viðurlagaákvæði laganna til endurskoðunar. Þannig verði að kveða með skýrum og ótvíræðum hætti á um í þeim hvaða háttsemi geti annars vegar varðað stjórnsýsluviðurlögum og hins vegar hvaða háttsemi geti varðað sektum. Þá færi betur á því að löggjafinn myndi kveða á um í ákvæðunum hvort þeim verði beitt óháð ásetningi eða gáleysi foreldris.

Samþykkt: 
 • 26.4.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24007


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Forsíða ritgerðar.pdf53.13 kBLokaður til...01.04.2021ForsíðaPDF
Skerðingarákvæði fæðingarorlofslaga.pdf691.61 kBLokaður til...01.04.2021HeildartextiPDF
Meðferð stafræns eintaks lokaverkefnis.pdf41.23 kBLokaðurYfirlýsingPDF