is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24010

Titill: 
  • „Til þess að það færi ekki í glatkistuna“: Viðhorf og reynsla þeirra sem afhenda einkaskjalasöfn til varðveislu á opinberum skjalasöfnum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Skjalasöfn varðveita ritaðan menningararf um hvaðeina sem kann að þykja merkilegt, en þessi rannsókn fjallaði á eigindlegan hátt um einkaskjöl, þar með talið dagbækur og sendibréf. Viðhorf og reynsla fólks af afhendingu einkaskjala á opinber skjalasöfn voru könnuð, en sú nálgun er nýnæmi á Íslandi. Annars vegar var rætt við skjalamyndarana sjálfa og hins vegar við ættingja látins fólks sem skildi eftir sig gögn, ásamt einum sérfræðingi á skjalasafni; alls níu manns. Viðmælendur höfðu misjafnan bakgrunn og ólíkar ástæður fyrir afhendingu. Niðurstöður voru flokkaðar niður í fjögur meginþemu en það sem fólkið átti helst sameiginlegt var að það taldi sig ekki geta lagt mat á hvað yrði talið merkilegt í framtíðinni. Fræðimaðurinn Barbro Klein hefur bent á að við séum alltaf á elleftu stundu þegar kemur að því að bjarga menningunni og það rímar vel við skoðanir viðmælenda; að það lægi nokkuð á að koma skjölunum í var svo heimildir um skjalamyndara og samfélagið sem þeir lifðu og hrærðust í færu ekki í glatkistuna.

Samþykkt: 
  • 27.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24010


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Berglind Inga Gudmundsdottir MIS ritgerd.pdf701.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
berglind_MIS_yfirlýsing.pdf298.09 kBLokaðurYfirlýsing f. SkemmunaPDF