is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24011

Titill: 
 • Verðmæti gagna felst í notkun þeirra. Opinn aðangur að rannsóknargögnum: Hvaða stjórntæki henta?
 • Titill er á ensku The value of data lies in it's use. Open access to research data: Which tools of government are suitable?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Á undanförnum árum hefur hugmyndafræði opinna vísinda orðið æ meira áberandi í vísindaheiminum. Opin vísindi fela í sér að bæði rannsóknargögn og niðurstöður rannsókna skuli vera opin öllum sem áhuga hafa. Í þessari ritgerð er fjallað um opinn aðgang að rannsóknargögnum sem verða til í rannsóknum sem kostaðar eru af opinberu fé. Megintilgangurinn er að varpa ljósi á hvaða stjórntæki hins opinbera geta hentað til að koma á slíkum aðgangi.
  Í ritgerðinni er fjallað um þróun og stöðu opins aðgangs að rannsóknargögnum á vettvangi ESB, OECD og LERU, Samtaka evrópskra rannsóknaháskóla. Þá er sérstaklega skoðað hvernig þeim málum er háttað meðal nágrannaþjóða. Enn fremur er leitast við að varpa ljósi á viðhorf vísindamanna, innan¬lands og utan, til hug¬myndarinnar. Gagnaöflun fór annars vegar fram á vefsvæðum viðkomandi samtaka og stofnana sem og í gagnagrunnum, s.s. Web of Science, og hins vegar voru tekin viðtöl við íslenskt vísindafólk og fulltrúa úr stjórnsýslu rannsókna hérlendis.
  Skoðuð voru þau stjórntæki sem stjórnvöld hafa yfir að ráða til að koma markmiðum um opinn aðgang að rannsóknargögnum í framkvæmd. Rök eru færð fyrir þvi að styrkir og þjónustusamningar séu best til þess fallnir. Lagt er til að stjórnvöld setji tilmæli um opinn aðgang að rannsóknargögnum inn í skilmála styrkja sem og kröfu um gagnastýringaráætlun. Einnig er lagt til að hafinn verði undirbúningur að stofnun íslensks varðveislusafns fyrir rannsóknargögn sem hafa sérstakt gildi fyrir íslenska menningu og samfélag.

 • Útdráttur er á ensku

  In recent years the ideology of open science has become increasingly prominent within the international science community. Open Science encompasses access to research data as well as research output. The topic of this thesis is open access to data from publicly funded research. It‘s main focus is on which tools of government are best suited to bring about such access.
  This thesis studies the development towards open access to research data within EU, OECD and LERU, the League of European Research Universities. The state of affairs in neighbouring countries is examined along with the views of scientists, domestic as well as international, towards open access to data. Data was gathered at official websites as well as in databases such as Web of Science. Icelandic researchers, purposively sampled, and officials from universities and funders were interviewed.
  The tools of government available for achieving the goal of open access to research data are examined. It is argued that the most suitable tools are grants and purchase of service contracts. A suggestion is made that grant terms should state that open access to data is recommended by the funders. In addition it is proposed that data management plans should be required and turned in. Lastly it is recommended that planning should start for an Icelandic repository for data considered important to Icelandic society and culture.

Samþykkt: 
 • 27.4.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24011


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skemma_yfirlýsing.pdf282.36 kBOpinnFylgiskjölPDFSkoða/Opna
MPA_Verðmæti gagna felst í notkun þeirra_2016_ASG.pdf517.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_AnnaSigríður.pdf323.92 kBLokaðurYfirlýsingPDF