en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24024

Title: 
  • Title is in Icelandic Lyf sem geta haft öndunarbælandi áhrif samhliða ópíóíðum. Lýsandi rannsókn og fræðileg samantekt
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að gera fræðilega samantekt og skoða notkun lyfja sem geta haft öndunarbælandi áhrif samhliða gjöf á ópíóíðum.
    Aðferðir: Fræðileg samantekt var að mestu unnin út frá ritrýndum vísindagreinum, lyfjagagnagrunnum og klínískum leiðbeiningum. Um afturskyggna lýsandi rannsókn er að ræða þar sem fengin voru gögn um notkun á lyfinu naloxon úr Therapy lyfjakerfinu á fjórum sviðum Landspítala yfir tímabilið 2010-2014. Út frá þeim var kannað hvaða ópíóíða og önnur öndunarbælandi lyf einstaklingar fengu, í hvaða skömmtum og með hvaða íkomuleið sólahringinn fyrir gjöf á naloxon. Notkun lyfjanna var skoðuð út frá aldri, kyni og sviðum.
    Niðurstöður: Þeir lyfjaflokkar sem geta haft öndunarbælandi áhrif samhliða ópíóíðum eru bensódíasepín-, svefn-, geð-, flogaveiki-, ofnæmis-, og staðdeyfilyf. Af þessum flokkum ber helst að nefna bensódíasepínlyfin. Ástæðan skýrist út frá verkunarmáta lyfjanna á GABA viðtaka og hversu mikið þau eru notuð. Þegar notkun á ópíóíðum var skoðuð í úrtakinu (n=138) var morfín gefið í 49,2% tilfella. Í 63% tilfella var að minnsta kosti eitt öndunarbælandi lyf gefið samhliða ópíóíðum þar sem gjöf á bensódíasepín lyfjum var algengust eða í 33% tilfella.
    Ályktanir: Notkun á bensódíasepín lyfjum samhliða gjöf á ópíóíðum virðist vera mjög algeng þrátt fyrir að margar rannsóknir sýni fram á áhættuna sem því getur fylgt. Lyf eru þó ekki eini þátturinn sem spáir fyrir um notkun á naloxon. Sjúkdómar, heilsufar og meðvitundarástand einstaklinga eru dæmi um þætti sem þarf að skoða í samhengi við lyfjanotkun. Bæta þarf verklag við skráningar á lyfjagjöfum inn í rafræn kerfi Landspítala til að tryggja að allar lyfjagjafir séu skráðar.

  • Objectives: To make a drug review and analysis of drugs that can cause respiratory depression when used with opioids.
    Methods: The drug review is mostly based on information from scientific literature, medicine databases and clinical guidelines. A retrospective study was made of the use of parenteral naloxon given to patients from selected wards and medical departments at Landspitali - The National University Hospital of Iceland from 2010-2014. The type of opioid and other respiratory depressive drugs where collected and the drug administration routes documented. The data collected was further investigated regarding to age, gender and medical department.
    Results: The most potential drugs and drug classes to cause respiratory despression when used concominantly with opioids are benzodiazepins and other anxiolytics, hypnotics and sedatives, antipsychotics, antiepileptics, antihistamins and anasthetics. The drug classe benzodiazepins are the most prevalent, mainly because of their mechanism of action on GABA receptors and how common they are. When use in the sample was examined (n=138) morphine was the most frequent opioid given (49%). Concominant use of opioids and other respiratory depressive drugs was seen in 63% cases, and benzodiazepines the most frequent drug given (33%).
    Conclusion: The concominant use of benzodiazepines with opioids is frequent despite the known risk of additive respiratory depression as described in the literature. Other patient risk factors such as their medical condition, general health and consciousness should be considered in context with drugs used. Improvement of procedures regarding drug administration and documentation into electronic drug systems is needed to ensure all medication use get documented.

Accepted: 
  • Apr 28, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24024


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lyf sem geta haft öndunarbælandi áhrif samhliða ópíóíðumrdy.pdf2.22 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
Bylgja Dögg Sigmarsdóttir.pdf26.5 kBOpenYfirlýsingPDFView/Open