is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24032

Titill: 
 • Er meirihluti sóragigtarsjúklinga útilokaður frá stýrðum meðferðarannsóknum líftæknilyfja?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið: Markmið rannsóknarinnar var að kanna hversu hátt hlutfall sjúklinga með sóragigt uppfyllir inntökuskilyrði þeirra klínísku rannsókna sem liggja að baki meðferðarleyfum TNF hemlanna infliximab, etanercept, golimumab og adalimumab.
  Aðferðir: ICEBIO gagnabankinn heldur utan um skráningu allra gigtarsjúklinga hér á landi sem meðhöndlaðir eru með líftæknilyfjum. Gögn um 329 sóragigtarsjúklinga voru fengin úr ICEBIO, sjúkraskrá viðkomandi einstaklinga á LSH og Læknasetrinu. Allir þátttakendurnir voru flokkaðir eftir því hvort að þeir uppfylltu inntökuskilyrði þeirra meðferðarannsókna sem eru forsenda skráningar á þeim TNF hemli sem þeir fengu í sinni fyrstu meðferðalotu. Þá voru skoðaðar ástæðurnar fyrir því að sjúklingar uppfylltu ekki inntökuskilyrði viðkomandi rannsóknar. Lýsandi tölfræði var notuð við túlkun á niðurstöðum.
  Niðurstöður: Samkvæmt niðurstöðunum hefðu 34% sjúklinga uppfyllt inntökuskilyrði rannsóknanna og 66% sjúklinga hefðu ekki uppfyllt inntökuskilyrðin. Hjá 43 sjúklingum var ekki unnt að ákvarða hvort þeir hefðu uppfyllt þau eða ekki. Hlutfall þeirra sjúklinga sem uppfylltu þátttökuskilyrðin var hæst hjá þeim sem fengu adalimumab og entanercept eða 53% hjá báðum hópum. Hlutfall sjúklinga sem ekki uppfylltu inntökuskilyrðin var hæst hjá þeim sem fengu Infliximab eða 77%, en lægst hjá þeim sem fengu adalimumab eða 47%. Helsta ástæða þess að sjúklingar hefðu ekki uppfyllt inntökuskilyrðin var að liðbólgusjúkdómurinn var ekki nægilega virkur eða í 45% tilfella. Þau gögn sem helst vantaði hjá þeim sem óvíst var hvort uppfylltu þátttökuskilyrðin voru gigtarpróf eða í 49% tilfella.
  Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til að tveir þriðju sóragigtar-sjúklinga hér á landi sem meðhöndlaðir eru með líftæknilyfjum og fá þá meðferð samkvæmt sannreyndum rannsóknum hefðu verið útilokaðir frá þátttöku í þeim rannsóknum.

 • Útdráttur er á ensku

  Objective: The objective of this study was to examine the proportion of patients with psoriatic arthritis who would meet the inclusion criteria of the controlled clinical studies that are a prerequisite for the registration of the TNF inhibitors infliximab, etanercept, golimumab and adalimumab.
  Methods: All arthritis patients receiving TNF inhibitors in Iceland are registered in the ICEBIO databank. Data about 329 patients with psoriatic arthritis were obtained from the following three sources: the ICEBIO databank, medical records at the University Hospital of Iceland and at the private clinic Læknasetrið. In this study patients were classified according to wheter they met the inclusion criteria of the pharmacotherapy trials that are a prerequisite for registration of the TNF inhibitor which they received in their first treatment cycle. The reasons why patients did not meet inclusions criteria were explored. Statistical analysis was used to interpret the data.
  Results: About 34% of the patients with complete data availible would have met the inclusion criteria, while 66% of patients would not have met them. Insufficient data were available for 43 patients to determine whether they would have met the criteria or not. The proportion of patients who met the inclusion criteria was highest among those receiving adalimumab and entanercept or 53%. The porportion of patients who did not meet the inclusion criteria was highest of those treated with Infliximab or 77%, but lowest among those treated with adalimumab or 47%. The main reason why patients did not meet the inclusion criteria was because the disease was not sufficiently active or in 45% of cases. Among the 43 cases where it was not possible to determine whether patients met the inclusion criteria, the most common reason missing serological tests for rheumatoid factor in 49% of cases.
  Conclusions: Results of this study suggest that two thirds of patients with psoriatic arthritis who are treated with biologics in Iceland would not qualify for pharmacotherapy studies.

Samþykkt: 
 • 28.4.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24032


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð 2016.pdf1.23 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Eydís Erla Rúnarsdóttir.pdf30.73 kBOpinnYfirlýsingPDFSkoða/Opna