Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24036
Málefni innflytjenda og barna þeirra ber oft á góma í samfélaginu. Þær umræður
virðast stundum fjalla um það að innflytjendur eigi að haga sér líkt og innfæddir. Slík
ummæli má segja einkenna þann hugsunarhátt að fortíð einstaklingsins skipti hann
engu máli og hafi hvorki áhrif á hann né afkvæmi hans. Í þessari ritgerð verður skoðað
hvernig samsemdarsköpun barna innflytjenda er háttað með tilliti til reynslu og
uppruna foreldra þeirra. Til þess mun ég fjalla um og nota ólíkar skilgreiningar á
menningu í anda Jahoda til þess að skýra ýmsar leiðir sem innflytjendur og börn þeirra
notast við samsemdarsköpun sína. Þá er einnig mikilvægt að skoða hvernig veruháttur
og þverþjóðleiki spilar inn í samsemd barna innflytjenda. Börn innflytjenda geta tengt
samsemd sína við bæði upprunaland foreldra sinna og því landi sem þau búa í. Slíkt er
þó háð ákveðnum takmörkunum og þurfa þau að uppfylla ákveðin skilyrði þeirra
menninga sem þau vilja tengja sig við. Þannig getur viðkomandi einnig þurft að gera
upp á milli tveggja menningarheima, þar sem aðild að einum menningarheim þýðir að
viðkomandi getur orðið fyrir útilokun að hálfu hins hópsins.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hlynur Már Árnason - Lokaskjal header.pdf | 297,61 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_HlynurMár.pdf | 301,61 kB | Lokaður | Yfirlýsing |