Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24041
Tilgangur þessarar ritgerðar er að rannsaka hvernig ímynd flóttamanna er mynduð í leiðandi þýskum fjölmiðlum. Megin tilgáta ritgerðarinnar er sú að saga Þýskalands og áhrif seinni Heimstyrjaldarinnar hafi mikil áhrif í stjórnmálum nútímans, einkum og sér í lagi í tengslum við flóttamannavandann sem nú ríkir í Evrópu. Tilgangur ritgerðarinnar er að sýna fram á að þessi áhrif séu enn sýnileg í stjórnmálum nútímans og endurspeglist í hvernig ímynd flóttamanna er mynduð í leiðandi þýskum fjölmiðlum.
Þetta umfjöllunarefni er rætt út frá kenningum alþjóðastjórnmála, fyrst og fremst mótunarhyggju sem og kenningum Jürgen Habermas. Aðalkafli ritgerðarinnar inniheldur niðurstöður innihaldsgreiningar sem gerð var á 206 dagblaðagreinum sem innihalda beina túlkun blaðamanns á flóttamönnum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að saga nasistaflokksins og helförin sem átti sér stað í Þýskalandi hafa enn áhrif á utanríkisstefnu Þýskalands og er mikilvægur hluti af sjálfsmynd þýsku þjóðarinnar. Niðurstöðurnar staðfesta því tilgátuna sem sett er fram í byrjun ritgerðarinnar að hugtakið Vergangenheitsbewältigung eða „uppgjör við fortíðina‟ hafi mikil áhrif á hvernig ímynd flóttamanna endurspeglast í leiðandi fjölmiðlum og réttlætingar sem byggjast á forskriftum eða gildum um hvernig takast beri á við flóttamannavandann vega þyngra á metunum en tæknilegar réttlætingar.
The purpose of this thesis is to demonstrate how the image of refugees is constructed in German leading media. The central hypothesis of this thesis is that the history of Germany plays a major role in the politics of the current refugee crisis and the aim is to demonstrate the impact of ideational aspects based on construction of refugees.
The topic is discussed in the light of one of the main theories of International Relations, Social Constructivism and Jürgen Habermas’ theories of the nation-state, constitutional patriotism, discourse ethics and the theory of communicative action. The main chapter of the research contains the results of the qualitative content analysis from the articles of German leading media. The findings of the analysis demonstrate that the historical aspects of the Nazi-past and the Holocaust are still influencing German foreign policy, as it is an important part of the German collective identity. The results also demonstrate that Jürgen Habermas’ concept of Vergangenheitsbewältigung or “coming to terms with the past” plays a significant role in German leading media’s constructions of refugees and normative justifications regarding how to deal with the crisis do outweigh instrumental justification.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Mastersritgerð_HugrúnAðalsteinsd.pdf | 887.5 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Yfirlýsing_Hugrún.pdf | 297.57 kB | Lokaður | Yfirlýsing |