en English is Íslenska

Thesis (Undergraduate diploma)

University of Iceland > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/24046

Title: 
  • Title is in Icelandic Áhrif magahjáveituaðgerðar á beinabúskap í lærleggshálsi, nærenda lærleggs og lendhrygg. 12 mánaða eftirfylgni
Degree: 
  • Undergraduate diploma
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Inngangur: Hjáveituaðgerðum á maga og smáþörmum hefur fjölgað mikið á síðustu árum enda áhrifarík leið til meðferðar á offitu. Ýmsir fylgikvillar geta þó komið fram í kjölfar aðgerðarinnar og hafa blikur verið á lofti varðandi áhrif hennar á beinabúskap. Erlendar rannsóknir benda margar til þess að beinþéttni fari lækkandi í kjölfar hjáveituaðgerða sem mögulega getur aukið líkur á beinþynningu síðar meir.
    Markmið: Að kanna áhrif verulegs þyngdartaps á beinþéttni íslenskra karla og kvenna í lærleggshálsi, nærenda lærleggs og lendhrygg í kjölfar hjáveituaðgerðar á maga og smáþörmum.
    Efni og aðferðir: Unnið var úr gögnum sem þegar lágu fyrir en það voru þyngdar-,hæðar-og beinþéttnimælingar 70 einstaklinga af báðum kynjum á aldrinum 18-65 ára. Mælingar voru gerðar bæði fyrir aðgerð og tólf mánuðum eftir aðgerð. Meðaltal og staðalfrávik fyrir allar breytur var fundið og breytingar á breytugildum á milli mælinga reiknaðar út, bæði fyrir allan hópinn og hvort kyn fyrir sig. Parað t-próf var notað til að kanna hvort breytingarnar væru marktækar. Bornar voru saman beinþéttnibreytingar í lærleggshálsi, nærenda lærleggs og lendhrygg á milli kynja með ópöruðu t-prófi. Línuleg aðhvarfsgreining var framkvæmd til að kanna hvort samband væri á milli þyngdartaps hópsins og breytinga á beinþéttni. Við úrvinnslu á niðurstöðum var notast við forritin Microsoft Excel og R.
    Niðurstöður: Marktæk lækkun varð á BMD á öllum þremur mælisvæðum heildarhópsins sem og kvennahópsins (p˂0,05). Í karlahópi varð marktæk lækkun á BMD í lendhrygg og nærenda lærleggs en BMD breytingar í lærleggshálsi voru ómarktækar (p=0,07). Konur misstu að meðaltali hærra hlutfall BMD en karlar og var munurinn marktækur í lærleggshálsi (p˂0,05) og nærenda lærleggs (p˂0,05) en ekki í lendhrygg (p=0,80). Áhrif þyngdartaps á BMD tap voru ómarktæk í lærleggshálsi (p=0,09) og lendhrygg (p=0,47) en áhrif á BMD tap í nærenda lærleggs reyndust marktæk (˂0,001).
    Ályktanir: Beinþéttni einstaklinga sem gangast undir hjáveituaðgerð fer minnkandi fyrsta árið eftir aðgerð og á meira beintap sér stað á meðal kvenna en karla. Magn þyngdartaps virðist ekki vera sterkur áhrifaþáttur á það hversu mikið beintapið verður. Mikilvægt er að fylgst sé með beinheilsu einstaklinga í kjölfar hjáveituaðgerðar með reglulegum beinþéttnimælingum.

Accepted: 
  • Apr 29, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24046


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ritgerð_SonjaRutRögnvaldsdóttir.pdf1.78 MBOpenHeildartextiPDFView/Open