Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24049
Í þessari eigindlegu rannsókn, er upplifun og reynsla kvenna sem gegna starfi millistjórnenda til skoðunar. Tekin voru 11 viðtöl við konur sem allar gegna starfi millistjórnenda í stórum eða meðalstórum fyrirtækjum. Gögnin sem söfnuðust voru greind eftir aðferðum fyrirbærafræði og upp úr þeim spruttu fimm meginþemu og fimm undirþemu. Þau eru „fá ekki að vera með í þessu karlasamfélagi“ og undir því eru þemun „æ, þetta er svo mikið typpafyrirtæki“ og „stundum svona karlakærulaus“. Annað meginþema er, sjálfstraust og undir því „ég vil samt vera viss viss“. Þá er „100% alls staðar“ og undirþema, „anda í bréfpoka“. Fjórða meginþemað er „pissa utan í rétta fólkið“ og þar undir „einhver sem ryður brautina“. Að lokum er þemað, þversögnin.
Helstu niðurstöður benda til þess að ýmsar hindranir blasa við konum sem eru á vegferð upp metorðastigann og að konur sitja ekki við sama borð og karlar þegar litið er til tækifæra og hindrana til æðstu metorða. Öllum sýnilegum hindrunum hefur verið ýtt úr vegi og samkvæmt lögum er réttur kynjanna jafn. Flókinn vefur óáþreifanlegra og ómeðvitaðra hindrana er þó enn til staðar í formi karllægrar menningar, viðhorfa, formgerða fyrirtækja sem og langlífra staðalímynda. Þessir þættir í sameiningu draga úr sjálfstrausti og þrótti kvenna til að sækjast eftir æðstu störfum ásamt því að valda þeim álagi og um leið viðhalda raunverulegum vanda ójafnréttis kynjanna í æðstu stjórnendastöðum fyrirtækjanna.
In this research, which is qualitative, the experience of women executives are reviewed. The research is based on 11 interviews taken with women in executive positions in both big and average size companies. The collected data were analyzed with phenomenological methods and based on that divided into five main themes and five subthemes. The first main theme is „do not get to be a part of this male dominated society“ and connected to that, the subthemes, „ah this is such a 'typpafyrirtæki' (a company organized by and for men)" and „sometimes kind of 'karlakærulaus' (more easy going like a man). Another main theme is, self confidence and related to that „ I still want to be sure for sure“. The there is „100% everywhere“ and the subtheme „breath in a paperbag“. Furthermore, the fourth main theme is „to pee on (connect to) the right people“ and subtheme „someone that clears the way. The fifth and also the last main theme is, the paradox.
The main results of the research indicate that a variety of obstacles are in the way of women on their way up the corporate ladder and that women are not sitting at the same table as men when it comes to oportunities and obstacles. All visible obstacles have been removed and according to the law, gender equiality is upheld. However, a complex web of intangible and unconscious obstacles still exist in form of masculine culture, attitudes, corporate culture as well as persistent stereotyping. These issues unified, conduce low self-esteem and suppress vigourity for women in their strive for the top positions. In addition to that they cause stress and preserve the actual issue of gender inequality in highest level positions in companies.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Unnur Dóra - skil í skemmu.pdf | 936,67 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |