is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24051

Titill: 
 • Samanburður á tveimur biðtímum með ASL segulómtækni
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Inngangur
  Arterial Spin Labelling (ASL) er nýleg tækni innan segulómunar sem að gerir okkur kleift að mæla og meta gegnumflæði blóðs í vef án þess að notast við utanaðkomandi sporefni. Tæknin notast við slagæðablóð sem sporefni. Post labeling delay (PLD) er ákveðin biðtími frá merkingarstað blóðsins og að myndatökustað þess. Mikilvægt er að PLD sé sem réttastur vegna þess að réttur tími þarf að líða frá merkingarstað og að myndatökustað, ef að hann er of stuttur þá er hætta á því að merkta blóðið sé ekki komið á myndatökustað og einnig ef hann er of langur er hætta á að of seint verði að mynda, þ.e.a.s að allt merkta blóðið sé farið vegna T1-hvíldartíma blóðs.
  Efni og aðferðir
  Þátttakendur rannsóknarinnar voru afkomendur þátttakenda í Öldrunarrannsókn Hjartaverndar. Hópurinn kom í myndatöku í Hjartavernd. Teknar voru myndir af heila með tveimur PLD tímum, annarsvegar 1525 msek og hins vegar 2025 msek. Meðalaldur þáttakenda var 62±5 ár (47% karlar, 53% konur). Tekið voru 50 atvik af þessum 750 sem að voru myndaðir og var valið af handahófi. Geislafræðinemi fékk uppgefnar tölur sem sýndu meðaltal blóðflæðis í öllum heila, meðaltal í gráum vef og meðaltal í hvítum vef. Geislafræðinemi skoðaði þessar tölur vel og hafði til hliðsjónar þegar hann mat hvor PLD tíminn væri betri. Geislafræðinemi skoðaði myndaseríurnar báðar vel og hafði leiðbeiningar um mat gæða ASL mynda samkvæmt Alsop ofl. einnig til hliðsjónar. Myndirnar fyrir hvern þátttakenda í rannsókninni voru skoðaðar og í hvert skipti lagt mat á hvort myndir teknar með lengri PLD tíma væru betri en þær teknar með styttri PLD tíma og öfugt. Meðaltal og staðalfrávik var fundið fyrir blóðflæði í öllum heilanum, gráum vef og hvíta vef heilans og var einnig parað t-próf gert.
  Niðurstöður
  Samkvæmt t-prófi var marktækur munur á tímunum í öllum heilanum (p<0,05), hvítum vef (p<0,05) og gráum vef (p<0,05). Í öllum heila gáfu í 37 tilvikum af 50 myndir teknar með 2025 msek PLD hærra gegnumflæði að meðaltali heldur en myndir teknar með 1525 msek PLD og í 13 af 50 tilvikum gáfu myndir teknar með 1525 msek PLD hærra gegnumflæði en myndir teknar með 2025 msek. Í gráum vef gáfu myndir teknar með 2025 msek PLD tíma hærra meðaltal fyrir gegnumflæði blóðs 31 tilvikum af 50 og í 19 tilvikum af 50 gáfu myndir teknar með 1525 msek PLD tíma hærra meðaltal fyrir gegnumflæði blóðs. Í hvítum vef gáfu myndir teknar með 2025 msek hærra meðaltal í 42 tilvikum af 50 en myndir teknar með 1525 msek gáfu hærra meðaltal í 8 tilvikum af 50. Myndatakan með 2025 msek PLD tíma var álitin gefa betra mat af gegnumflæði blóðs í 37 tilvikum af 50 á meðan myndataka með 1525 msek PLD tíma var álitin gefa betra mat af gegnumflæði blóðs í 12 tilvikum af 50.
  Ályktun
  Rannsóknin sýndi að af tveimur mögulegum PLD tímum (1525 msek og 2025 msek) í segulómtæki Hjartaverndar þá passar lengri PLD tíminn oftar betur en sá styttri fyrir aldurshóp í Afkomendarannsókn Hjartaverndrar (62±5 ár). Einnig sýndi rannsóknin að ASL tæknin mælir gegnumflæði blóðs ekki jafn vel í öllum vefjum heilans. Hvítur vefur og hnakkablað gáfu frá sér mun minna merki heldur en grár vefur og ennisblað.

Samþykkt: 
 • 29.4.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24051


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
diplómaverkefni (tilbúið) 2016.pdf14.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna