is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24052

Titill: 
  • Titill er á spænsku Naturaleza en En las Orillas del Sar. Tierra y sentimiento a través de la mirada triste de Rosalía
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð, sem er unnin til fullnustu B.A.-gráðu í spænsku við Háskóla Íslands, er markmiðið að rannsaka mismunandi hugmyndir um náttúru í ljóðabókinni En las Orillas del Sar eftir ljóðskáldið Rosalíu de Castro. Rannsóknin byggir á umfjöllun ýmissa fræðimanna um ljóðskáldið sem nálgast efnið á margvíslegan hátt auk þess að ljóð úr bókinni eru greind. Fyrsti hluti ritgerðarinnar, „Rosalía y Galicia“, fjallar um ævi Rosalíu og útgáfu ljóðabókarinnar og er einnig ætlaður að kynna lesandanum fæðingarstað skáldsins, Galisíu. Í öðrum hluta, „Naturaleza como elemento subjetivo en En las Orillas del Sar“, er greint hvernig skáldið notar náttúrulýsingar til að tjá tilfinningar sínar, bæði með því að endurspegla þær en einnig til að endurspegla andstæðu þeirra. Þriðji og síðasti hlutinn, „Naturaleza concreta: Galicia“, tekur náttúruna fyrir frá hlutlægara sjónarhorni, þar sem er fjallað um hvernig ljóðskáldið lýsir landslagi Galisíu og fordæmir um leið skógareyðingu galisískra skóga.

Samþykkt: 
  • 29.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24052


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
La Naturaleza en O.S. Rosalía.pdf446.11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_AnaMaría.pdf290.3 kBLokaðurYfirlýsingPDF