is Íslenska en English

Lokaverkefni (Diplóma bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Diplómaritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24055

Titill: 
 • Áhrif innstillingar og afblendunar á geislunarvísa í röntgenmynd af lungum
Námsstig: 
 • Diplóma bakkalár
Útdráttur: 
 • Þegar röntgenmynd er tekin á filmu er hægt að sjá á myndinni hvort hún er hæfilega geisluð. Þar sem stafrænir myndnemar hafa stærra lýsingasvið, auk þess sem mynd er yfirleitt lagfærð í tölvu áður en hún er birt á skjá röntgentækis, er ekki hægt að leggja nægjanlega nákvæmt mat á það hversu geisluð stafræn röntgenmynd er einungis með því að horfa á hana. Geislunarvísi er tala sem segir til um hversu mikil geislun hefur lent á myndnema og er það aðferð til að meta hvort stafræn röntgenmynd er hæfilega geisluð. Allt sem getur haft áhrif á hversu mikil geislun nær myndnema hefur einnig áhrif á geislunarvísa. Hér hafa verið könnuð áhrif innstillingar og afblendunar á geislunarvísa. Einnig hafa verið könnuð áhrif ýmissa innri þátta eins hlutfalls á milli líkamsvefja, mis þykkra líkamshluta og sjúklegra breytinga. Spurning er hvort og hve mikli áhrif þessir þættir hafa á geislunarvísa.
  Skoðaðar voru 247 röntgenmyndir af lungum, bæði post-ant og lateral myndir. Skráðar voru niður upplýsingar eins og geislunarvísi (í þessu tilviki var það exposure index), hlutfall á milli lungnavefs og kviðarhols, hlutfall ódeyfðrar geislunar á myndnema og hvort áberandi brjóstaskuggar, skuggi af handleggjum eða áberandi sjúkdómseinkenni sást á myndunum.
  Í ljósi kom að hærra hlutfall lungnavefs og hærra hlutfall ódeyfðrar geislunar, það er að segja óþarflega stór blenda, gaf marktækt hærri exposure index. Áberandi brjóstaskugga og áberandi sjúkdómseinkenni lækkaði exposure index.
  Þetta bendir til að bæði ytri og innri þættir geti haft áhrif á geislunarvísa fyrir stakar myndir. Þegar geislunarvísar eru notaðir í t.d. gæðaeftirliti þarf hins vegar að skoða meðaltal og miðgildi fyrir mikinn fjölda rannsókna. Ef geislunarvísir er frábrugðinn ráðlögðu gildi fyrir staka mynd getur skýringin verið önnur en að myndin er yfir- eða undirgeisluð.

Samþykkt: 
 • 2.5.2016
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/24055


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif innstillingar og afblendurnar á geislunarvísar í röntgenmynd af lungum.pdf1.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna