Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24056
Inngangur: Geislaálag gefur mat á áhættu sjúklings vegna jónandi geislunar á allan líkamann. Þegar mynda á sjúkling þarf að passa upp á að halda geislaskammti eins lágum og möglegt er í samræmi við það sem beðið er um, sem er svo nefnd ALARA reglan. Einnig þarf að huga að því hver er ábendingin og spurningin, það er hvað er það sem læknirinn heldur að sé ástæðan fyrir því að það þurfi að framkvæma rannsóknina. Þannig að möguleiki sé á að velja prógröm sem henti og huga að geisaskammti. Aukning á myndgreiningu í tölvusneiðmyndum hefur leitt til þróunar ýmissa aðferða og geislasparandi tækni til þess að lækka geislaskammt.
Markmið: Markmið rannsóknarinnar er að afla upplýsinga um geislaskammta í tölvusneiðmyndum og skoða þá í samhengi við ábendingu. Annars vegar eru skoðuð prógröm í tölvusneiðmyndatækjum Landspítala Háskólasjúkrahúss (LSH) sem notuð eru við tölvusneiðmyndir af kvið, þá er það fjöldi þeirra, uppbygging, möguleikar á geislasparandi tækni og notkun þeirra. Hins vegar aftursæ könnun á geislaskömmtum, það er framkvæmt með því að skoða gögn í myndageymslu.
Efni og aðferðir: Notast var við myndageymslu LSH til þess að afla gagna aftur í tímann frá fullorðnum einstaklingum. Helstu upplýsingar og þar á meðal geislaskammtur úr tölvusneiðmyndarannsókninni voru skráðar ásamt ábendingunni sem fylgdi. Prógröm fyrir kviðrannsóknir í tölvusneiðmyndatækjum LSH voru skoðuð og sneiðbreytur og geislasparandi tækni fyrir þau skráð. Meðaltal geislaskammts fyrir hvert prógram var reiknað, ábendingin borin saman við prógramið og það kannað.
Niðurstöður: Meðal heildar lengdargeislunar (DLP) fyrir algengustu TS kvið prógrömin á LSH voru 798,0 mGy*cm í Fossvogi og 704,1 mGy*cm á Hringbraut. Prógramið með hæsta geislaskammtinn á LSH í Fossvogi var urografíu prógram, 3725,8 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var nýrnasteinaprógram, 201,7 mGy*cm. Prógramið með hæsta geislaskammtinn á LSH á Hringbraut var þriggja fasa rannsókn fyrir lifur, 2198,6 mGy*cm og með lægsta geislaskammtinn var pelvimetria 48,0 mGy*cm. Æxli var algengasta ábendingin á báðum spítölum og geislaskammturinn fyrir þá ábendingu var 1079,8 mGy*cm á LSH í Fossvogi og 862,7 mGy*cm á LSH á Hringbraut. Ábendingin með hæsta geislaskammtinn í Fossvogi var garnastífla, 1186,2 mGy*cm og með lægsta var nýrnasteinn, 313,6 mGy*cm. Ábendingin með hæsta geislaskammtinn á Hringbraut var ígerð, 875,3 mGy*cm og með lægsta var nýrnasteinn, 502,9 mGy*cm. Í um 99% tilfella var prógramið sem valið var í samræmi við ábendinguna og í um 30% tilfella voru fyrirmæli röntgenlæknis um framkvæmd rannsóknar skráð skráð á beiðni. Notast er við geislasparandi tækni í prógrömum fyrir kvið í tölvusneiðmyndatækjumtækjum LSH. Þá er algengast að nota iDose ítrekunar útreikningsaðferð og z-dom sjálfvirka geislunarstýringu.
Ályktanir: Geislaskammtar TS-tækja LSH eru á góðu bili og nokkurn vegin í samræmi við önnur lönd og notast er við þá geislasparandi tækni sem í boði er. Samhengi milli ábendinga og prógrama er gott. LSH er með mörg prógröm fyrir hvort tæki til þess að nota og það hefur áhrif á að mismunandi prógröm eru notuð sem gefa misháan geislaskammt.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Rannsóknarverkefni_Guðlaug Anna.pdf | 1.24 MB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |