is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24058

Titill: 
  • Framfylgd reglna um opinber innkaup
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Margbrotnar reglur gilda um opinber innkaup á Íslandi. Í þessari ritgerð er fjallað um hvernig þessum reglum er framfylgt og kannað hvort rök standa til að gera breytingar á núverandi fyrirkomulagi.
    Aðild Íslands að EES-samningnum hefur haft mikil áhrif á hérlenda lagaumgjörð á sviði opinberra innkaupa. Réttarvarsla er ekki undanskilin þessum áhrifum. Helstu ákvæði um framfylgd reglna á sviði opinberra innkaupa að íslenskum rétti er að finna í fjórða þætti laga nr. 84/2007 um opinber innkaup. Þátturinn felur í sér innleiðingu á tilskipunum 89/665/EBE og 92/13/EBE eins og þær standa eftir breytingu með tilskipun 2007/66/EB. Samkvæmt honum gegna almennir dómstólar veigamiklu hlutverki við réttarvörslu á sviði opinberra innkaupa þótt kærunefnd útboðsmála sé á vissan hátt í aðalhlutverki þegar horft er til þeirra úrræða sem eru í hennar höndum. Eftirlit fjármála- og efnahagsráðherra og Ríkisendurskoðunar með opinberum innkaupum er takmarkað. Þá fara Ríkiskaup ekki með eftirlit. Raunar sinnir engin stofnun reglubundnu opinberu eftirliti með opinberum innkaupum. Ennfremur eru aðhaldið sem leiðir af skuldbindingum Íslands samkvæmt samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um opinber innkaup og aðhaldið sem stofnanir EFTA veita takmarkað. Því má segja að eftirlit og aðhald með opinberum innkaupum sé að meginstefnu í höndum einkaaðila samkvæmt núgildandi lögum.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er sú að rök eru fyrir því að gera tilteknar breytingar. Stóru atriðin í þessu samhengi er tvö talsins. Annað atriðið snýr að því að úrræði kærunefndar útboðsmála eru mismunandi eftir því hvort viðkomandi innkaup teljast vera 1) EES-innkaup sem heyra undir þriðja þátt laga nr. 84/2007, 2) innlend innkaup sem heyra undir annan þátt laganna eða 3) innlend innkaup sveitarfélags. Rök standa til að láta af þessari þrískiptingu og hafa úrræðin sem eru tæk í EES-innkaupum til taks í öllum þremur tilvikum. Hitt atriðið snýr að því að reglubundið opinbert eftirlit með opinberum innkaupum skortir á Íslandi. Rök standa til að koma upp öflugu innkaupaeftirliti sem nær bæði til innlendra innkaupa og EES-innkaupa.

Samþykkt: 
  • 2.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24058


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð Aron Úlfar lokaskjal.pdf985.13 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_AronÚlfar.pdf314.82 kBLokaðurYfirlýsingPDF