en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/24059

Title: 
  • Title is in Icelandic „Þetta skjalar sig ekki sjálft.“ Innsýn stjórnenda og samstarfsfólks í mikilvægi og hlutverk skjalastjóra
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markmið rannsóknarinnar var að fá innsýn í þekkingu og skilning stjórnenda og samstarfsfólks á mikilvægi og hlutverki skjalastjóra. Auk þess var athugað hver hvatinn væri að ráðningu skjalastjóra, hvort skjalastjórinn hefði stuðning yfirmanna og hvaða kosti góður skjalastjóri þyrfti að hafa til að bera. Rannsóknin byggir á eigindlegri aðferðafræði og vinnubrögðum grundaðrar kenningar. Tekin voru tíu hálfopin viðtöl við fimm yfirmenn skjalastjóra og fimm samstarfsmenn skjalastjóra í samtals fimm skipulagsheildum, í ráðuneyti, tveimur einkafyrirtækjum, opinberri stofnun og opinberu fyrirtæki. Helstu niðurstöður eru þær að viðmælendur töldu að hvatinn að því að ráða skjalastjóra væri sá að halda utan um skjöl skipulagsheildar og stýra rafræna skjalastjórnarkerfinu og koma skipulagsheildinni yfir í rafræna skjalastjórn. Auk þessa virðast yfirmenn og starfsfólk telja að skjalastjóri sé afar mikilvægur innan skipulagsheildarinnar og gegni þar þýðingarmiklu starfi. Hann sjái til þess að skipulagsheildin fylgi þeim lögum og reglugerðum sem hún þarf að fylgja og tryggi að skjöl hennar séu tiltæk þegar á þarf á halda. Hann sér auk þess um að vernda mikilvægustu skjöl skipulagsheildarinnar og stýra hverjir hafi aðgang að þeim. Svo virðist sem stuðningur stjórnenda sé almennt nokkuð góður gagnvart skjalastjóra en mætti í sumum tilvikum vera meiri. Til að vegna vel í starfi þarf skjalastjóri að þekkja vel til skjalastjórnar og kunna á rafræna skjalastjórnarkerfið. Hann þarf að eiga auðvelt með mannleg samskipti og vera fær um að vinna með mismunandi hópum og einstaklingum. Hann þarf auk þess að vera ákveðinn en viðkunnanlegur og sérlega bóngóður, þar sem starf hans felur í sér mikla notendaþjónustu.

  • The objective for this research was to gain insight to the knowledge and the understanding of managers and employees of the importance and the role of the records manager. In addition, to examining what was the motive for the hiring of a records´ manager, whether the records manager had the support of his manager and what pros a good records´ manager would need to have. The study is based on a qualitative methodology and the procedures of grounded theories. Ten semi-structured interviews were taken with five supervisors of the records’ manager and five colleagues of the records´ manager in a total of five organizations, in a ministry, two private companies, a public institution and a public company. The findings show that the participants believed that the incentive to hire a records manager would be to keep track of documents’ organization and manage the electronic records´ management system and bring the organization records into an electronic management of the records. In addition it seemed that the supervisors and the staff believed that the records´ manager was extremely important within the organization and had a crucial function within it. He/she sees that the whole organization comply with the laws and the regulations it must follow and ensures that its documents are available when needed. Also he/she sees to protect the most important documents of the organization and controls who has access to them. It appears that management support is generally pretty good against a records´ manager but might in some cases be a bit more. To be successful in their job, records´ managers must be familiar with records´ management and the electronic records management´s system. He needs to be skilled in human interaction and be able to work with different groups and individuals. He also needs to be determined but likeable and particularly service oriented, where his job involves a lot of customer service.

Accepted: 
  • May 2, 2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24059


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
MIS lokaritgerð-kristín Rögnvaldsdóttir.pdf1.38 MBOpenHeildartextiPDFView/Open
Yfirlýsing_Kristín.pdf318.07 kBLockedYfirlýsingPDF