is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/24064

Titill: 
  • Sýrland - þrætuepli stórvelda: Bera afskipti Rússlands og Bandaríkjanna í Sýrlandi einkenni staðgenglastríða?
  • Titill er á ensku Contested Syria: Are Russia and the United States in a Proxy war?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er skoðað hvort afskipti Rússlands og Bandaríkjanna af stríðinu í Sýrlandi beri einkenni staðgenglastríða. Greiningin byggir á raunhyggjukenningum og hugmyndinni um staðgenglastríð. Stuðst var við fræðilegar heimildir þegar gögnum var safnað um staðgenglastríð, raunhyggjukenningar og þróun stjórnmála í Sýrlandi. Auk þess voru fréttir og fréttaskýringar notaðar til að afla upplýsinga og heimilda um það sem var að gerast meðan á ritgerðarskrifum stóð. Helstu niðurstöður eru þær að Rússland og Bandaríkin hafa, með stuðningi við ólíka hópa í Sýrlandi, átt í staðgenglastríði frá því arabíska vorið braust þar út árið 2011. Ríkin tvö hafa þó átt frumkvæði að því að koma á vopnahléi í landinu og berjast nú sameiginlega gegn hryðjuverkahópnum Íslamska ríkinu svo spyrja má hvort staðgenglastríðinu milli þeirra sé lokið.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis asks whether the interaction of Russia and the United States in Syria can be described as a proxy war. The analysis is based on realist theory and the concept of proxy wars. The thesis relies on academic literature on proxy wars, realism, and Syria‘s political history. The analysis is based on news and news commentaries, which also serve as sources of information about what was going at the time of writing. The main findings are that indeed the United States and Russia, with their support of different groups in Syria, have been engaged in a proxy war since the beginning of Arab spring in 2011. However, having taken the initiative of bringing about a cessation of hostilities in Syria, and fighting together against the Islamic state, one can ask whether the proxy war is coming to an end.

Samþykkt: 
  • 2.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24064


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal - BA.pdf547,71 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Júlía.pdf299,37 kBLokaðurYfirlýsingPDF