is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24065

Titill: 
  • Minnihlutastjórnir: Áhrifaþættir við myndun minnihlutastjórna í Skandinavíu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari ritgerð verður skoðað við hvaða aðstæður líklegra er að minnihlutastjórnir hljóti framgang á sviði stjórnmálanna. Oft heyrast þær raddir að stjórnarandstaðan hafi ekki nógu mikið vægi þar sem meirihlutastjórnir stjórna stefnumótun í skjóli öruggs meirihluta á þjóðþingum. Bent hefur verið á aukið vægi stjórnarandstöðunnar í Skandinavíu þar sem minnihlutastjórnir hafa verið tíðar. Í þessari ritgerð verða borin saman ólík ríki og skoðað hverskonar valdahlutfall er einkennandi á milli löggjafar- og framkvæmdarvalds þar sem minnihlutastjórnir hafa verið tíðar í Skandinavíu.
    Greint verður frá skýringum fræðimanna á því hvers vegna stofnað er til minnihlutastjórna og hafa margir áhrifaþættir verið nefndir fyrir tíðum minnihlutastjórnum í Skandinavíu. Sem dæmi hefur verið nefnt að stjórnmálaflokkum sé fremur umhugað um stefnu sína heldur en stjórnarsetu, sterk staða þjóðþinga gagnvart ríkisstjórninni, uppbygging flokkakerfisins og einnig er talið að neikvætt þingræði greiði fyrir myndun minnihlutastjórna.
    Þá verður einnig fjallað um þróun stuðningsfyrirkomulaga minnihlutastjórna í Svíþjóð, Danmörku og Noregi til að svara því hvaða áhrif þau hafa á stjórnarandstöðuna. Niðurstöðurnar benda til þess að minnihlutastjórnir í Skandinavíu séu í auknum mæli farnar reiða sig á samninga við stuðningsflokka sína og mörkin á milli minnihlutastjórna og meirihlutastjórna eru orðin talsvert óskýrari. Margt bendir til þess að það valdajafnvægi sem áður var einkennandi milli löggjafar- og framkvæmdarvalds sé farið að færast í átt að samþættingu í þeim tilfellum sem um ítarlega samninga á milli ríkisstjórnar og stuðningsflokka er að ræða.

Samþykkt: 
  • 2.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24065


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bjarki Pjetursson BA_RITGERD PDF.pdf626.73 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Bjarki.pdf309.63 kBLokaðurYfirlýsingPDF