Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2407
Miðeyrnabólga er algengasta sýkingin í börnum af völdum baktería og er helsta ástæða sýklalyfjanotkunar barna á Íslandi. Ofnotkun sýklalyfja er vaxandi áhyggjuefni vegna aukinnar tíðni á sýklalyfjaónæmum bakteríum. Er því mikilvægt að minnka sýklalyfjanotkun eða finna önnur meðferðarúrræði við miðeyrnabólgum.
Ilmkjarnaolíur eru rokfimar olíur sem fást með eimingu á plöntuhlutum. Mörg innihaldsefni ilmkjarnaolía hafa þekkta bakteríudrepandi eiginleika. Týmól sem er aðalinnihaldsefnið í timjanolíu fenginni úr Thymus vulgaris L. hefur breiða bakteríudrepandi virkni, þ.á.m gegn Haemophilus influenzae og Streptococcus pneumoniae sem valda hvað helst miðeyrnasýkingum. Sýnt hefur verið fram á að týmól gefið sem útvortis meðferð hefur virkni gegn bakteríusýkingu í miðeyra in vivo og hefur því skapast grundvöllur fyrir því að skoða nánar hvort að týmól gæti verið ný lyfjameðferð við eyrnabólgu.
Gerð var athugun á uppgufun týmóls í mismunandi leysum ásamt því að skoða frásogshvetjandi áhrif þess á húð in vitro. Einnig var gerð rannsókn á því hvort að týmól úr völdum lyfjaformum kæmist yfir hljóðhimnu in vivo.
Rannsóknin sýndi að etanól, metanól, ísóprópanól, eter og klóróform koma týmóli yfir á gufuform. Staðfest var að 4% týmól í etanóli hefur marktækt meiri frásogshvetjandi áhrif á húð en etanól eitt og sér. Í in vivo prófunum reyndust 1% og 4% týmól í etanóli skila lyfi best yfir hljóðhimnu, þar á eftir skilaði 1% týmóllausn í sýklódextrínum lyfi næstbest yfir hljóðhimnu en ekki var hægt að greina mælanlegan styrk af týmóli í miðeyra úr 4% lausn af týmoli gefið á gufuformi.
Þessar niðurstöður renna stoðum undir fyrri rannsóknir að týmól gæti verið möguleg lyfjameðferð við miðeyrnabólgu. Frekari rannsókna er þó þörf með tilliti til öryggis og hentugs lyfjaforms.
Otitis media is one of the most common childhood infections and the most frequent reason children consume antibiotics in Iceland. Increased antibiotic use is of growing concern because of increased antibiotic resistance. Because of this it is important to reduce usage of antibiotics or find new treatments for otitis media.
Essential oils are volatile oils, which are derived from distillation of plant materials. Many constituents of essential oils have antimicrobial activity one of which is thymol, the main ingredient of the oil from Thymus vulgaris L. (Thyme).
Antibacterial efficacy has been noted for thymol against several becterial species, including Haemophilus influenzae and Streptococcus pneumoniae, which are the two main pathogens in otitis media. An in vivo study has demonstrated that thymol applied into the external ear canal is effective as treatment of experimental otitis media. This suggests that thymol should be further investigated as a possible new treatment for
otitis media.
The evaporation of thymol from different vehicles was compared and the in vitro percutaneous absorption enhancement by thymol studied. It was also studied if it could penetrate the tympanic membrane from different formulations in vivo. The results show that evaporation of thymol was effective from all the vehicles tested. It was confirmed that 4% thymol in ethanol solution had significant more percutaneous absorption enhancement compaired to ethanol alone. The in vivo testing showed that most of thymol penetrated the tympanic membrane from 1% and 4% thymol in ethanol solutions, some thymol was detected in the middle ear fluid from 1% týmol in cyclodextrin solution. No thymol was detected in the middle ear fluid from 4% thymol solution given in vapour form.
These results confirm that thymol could be an effective treatment for otitis media. Further investigations are needed for safety as well as further development of a convenient dosage form.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Tymol_vid_mideyrnabolgu_Elisabet_Jonsdottir_fixed(3).pdf | 3.33 MB | Lokaður | Heildartexti |